Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.09.2017 07:54

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

 

 

Guðmundur Ásbjörnsson (1880 - 1952).

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

Guðmund­ur Ásbjörns­son fædd­ist 11. sept­em­ber 1880 á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásbjörn Ásbjörns­son, tómt­húsmaður þar, og Guðrún Sig­urðardótt­ir.

 

Skóla­ganga Guðmund­ar var tveir vetr­arpart­ar, frá því í októ­ber og fram á vertíð, en vinn­an varð að ganga fyr­ir og þótti Guðmundi það miður að fá ekki að ganga mennta­veg­inn. Guðmund­ur fór síðan í tré­smíðanám og lauk sveins­prófi á Eyr­ar­bakka 1900.

 

Guðmund­ur flutt­ist til Reykja­vík­ur árið 1902, stundaði fyrst sjó­mennsku en síðan tré­smíðar. Hann stofnaði eig­in vinnu­stofu 1913 og versl­un í sam­bandi við hana 1914. Árið 1915 stofnaði hann síðan versl­un­ina Vísi að Lauga­vegi 1 í sam­starfi við Sig­ur­björn Þorkels­son.

 

Guðmund­ur var kjör­inn í bæj­ar­stjórn árið 1918 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var for­seti bæj­ar­stjórn­ar frá 1926 til 1952 og hef­ur eng­inn gegnt því embætti jafn lengi. Á þessu tíma­bili var hann margoft sett­ur borg­ar­stjóri í af­leys­ing­um.

 

Guðmund­ur átti sæti í bygg­ing­ar­nefnd, bruna­mála­nefnd, fram­færslu­nefnd, fast­eigna­nefnd og vega­nefnd. Hann sat um skeið í stjórn Tré­smíðafé­lags Reykja­vík­ur, Kaup­manna­fé­lags­ins og Verzl­un­ar­ráðsins. Hann var formaður Talsíma­not­enda­fé­lags Reykja­vík­ur, hann var einn af stofn­end­um Spari­sjóðs Reykja­vík­ur og ná­grenn­is og sat í stjórn sjóðsins frá upp­hafi, árið 1932, og var stjórn­ar­formaður frá 1935 til dauðadags.

Síðustu 10 ár ævi sinn­ar var hann í yf­ir­stjórn Odd­fellow-regl­unn­ar og í 22 ár í stjórn Eim­skipa­fé­lags ís­lands. Þá átti hann sæti í stjórn­um Sjóvár, Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands og í bankaráði Útvegs­banka Íslands. Hann var einnig stjórn­ar­formaður í fisk­veiðihluta­fé­lag­inu Hrönn og Árvakri hf., út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins Þá var hann virk­ur í starfi KFUM.

 

Hann var ókvænt­ur og barn­laus.

 

Guðmund­ur lést 15. febrúar 1952.Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður