Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2017 07:14

Unglingar unnu við hlið fanga

 

 

 

Unglingar unnu við hlið fanga

 

Þegar vantaði fólk í frysti­húsið til að bjarga verðmæt­um voru börn sótt í skól­ann og fang­ar á Litla-Hraun. Lífið var fisk­ur hjá þeim sem bjuggu á Eyr­ar­bakka.

 

Þess­ar mynd­ir eru dýr­mæt heim­ild um horf­inn heim og horfið fólk. Frysti­húsið setti held­ur bet­ur svip sinn á þorpið, það var þunga­miðjan hér í fimm­tíu ár og ríf­lega það,“ seg­ir Magnús Kar­el Hann­es­son sem sendi ný­lega frá sér ljós­mynda­bók­ina Frysti­húsið, en hún hef­ur að geyma ljós­mynd­ir sem hann tók í frysti­hús­inu á Eyr­ar­bakka á ár­un­um 1976 til 1978.

„Ég er fædd­ur og upp­al­inn hér á Bakk­an­um og bjó við hliðina á frysti­hús­inu. Ég á góðar minn­ing­ar tengd­ar þessu húsi og þessi her­skari fólks sem vann í frysti­hús­inu setti mik­inn svip á þorpið. Ég sé ljós­lif­andi fyr­ir mér kon­urn­ar í hvít­um slopp­um ganga heim í há­deg­inu frá þessu húsi, en þá tíðkaðist það að þær færu heim til að elda mat handa börn­un­um og jafn­vel bónd­an­um. Þær ruku svo aft­ur í frysti­húsið eft­ir klukku­tíma há­deg­is­hlé.“

 

Krakk­arn­ir slitu hum­ar

 

Magnús seg­ir að vinn­an í frysti­hús­inu og hið dag­lega líf þorps­búa hafi verið ein heild, þetta hafi allt runnið sam­an. „Þegar ég var að al­ast upp tengd­ust lang­flest heim­ili þorps­ins frysti­hús­inu á einn eða ann­an hátt, þetta var vinnustaður nán­ast allra. En fang­elsið var vissu­lega líka stór vinnustaður hér á Eyr­ar­bakka,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að stund­um hafi verið hóað í fang­ana þegar mik­ill fisk­ur barst að landi og vantaði fólk í frysti­húsið til að bjarga verðmæt­um. „Vist­menn­irn­ir í fang­els­inu voru fyr­ir vikið hluti af sam­fé­lag­inu. En það var líka hvers­dags­legt að hóað væri í okk­ur krakk­ana úr skól­an­um á þess­um sömu dög­um sem mikið lá við. Eft­ir á að hyggja var þetta ein­stakt; að við ung­ling­arn­ir vær­um að vinna með föng­un­um, en það gekk alltaf vel. Og fang­arn­ir komu ekki aðeins í frysti­húsið til að vinna held­ur voru þeir líka ráðnir á báta,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að hon­um sé í fersku bernskuminni þegar fang­ar mættu í jóla­mess­una í Eyr­ar­bakka­kirkju á aðfanga­dags­kvöld.

 

„Þeir sátu á ákveðnum stað uppi á lofti í kirkj­unni. En þessi ágæti siður er fyr­ir margt löngu aflagður.“

Magnús fædd­ist 1952 og hann var far­inn að vinna í frysti­hús­inu 12 ára, rétt eins og flest­ir krakk­ar í þorp­inu.

 

„Við krakk­arn­ir feng­um fyrst að vera á humar­vertíðinni á sumr­in, vor­um lát­in slíta hum­ar, það var nógu létt fyr­ir okk­ur. Á þess­um árum kom humar­inn í land með haus og hala, en haus­inn var alltaf slit­inn frá og send­ur í gú­anóið, í fiski­mjöls­verk­smiðjuna. Seinna fóru sjó­menn­irn­ir að slíta humar­inn úti á sjó, en nú þykja mest verðmæti í því að fá humar­inn heil­an í land og sem fal­leg­ast­an.“

Þegar Magnús er spurður hvernig stemn­ing­in hafi verið í frysti­hús­inu á þeim árum sem hann vann þar seg­ir hann hana hafa verið góða. „Í end­ur­minn­ing­unni var þetta frek­ar já­kvæður vinnustaður, þótt auðvitað hafi fólk orðið þreytt og pirrað, eins og geng­ur og ger­ist á öll­um vinnu­stöðum. Þarna vann fólk á öll­um aldri og eldra fólkið tók vel á móti okk­ur krökk­un­um sem kom­um þangað til vinnu og af þeim lærðum við hand­tök­in.“ Þegar Magnús kom svo í frysti­húsið rúm­lega tví­tug­ur maður til að taka mynd­ir naut hann góðs af því að vera strák­ur úr þorp­inu sem fólk þekkti. „Fyr­ir vikið var fólk af­slappað þegar ég nálgaðist það með mynda­vél­ina, og það end­ur­spegl­ast í mynd­un­um.“

 

Eng­an óraði fyr­ir breyt­ing­um

 

Magnús seg­ist hafa tekið mynd­ir alla tíð, al­veg frá því hann fékk in­sta­matic-filmu­vél í ferm­ing­ar­gjöf.

 

„Þetta hef­ur fylgt mér í gegn­um lífið, ætli ég flokk­ist ekki sem áhuga­ljós­mynd­ari. Ástæðan fyr­ir því að ég fór í frysti­húsið að taka mynd­ir á átt­unda ára­tugn­um er sú að mig langaði til að eiga þetta fólk á mynd. En mig óraði ekki fyr­ir að þessi heim­ur myndi hverfa, þá hélt maður að fisk­vinnsla í frysti­hús­inu yrði til ei­lífðar í pláss­inu. En það hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi og fisk­vinnslu und­an­farna ára­tugi, sem hafa haft gríðarleg áhrif á hin minni þorp alls staðar á land­inu. Kvóta­kerfið og tækniþró­un­in spila þar stærst­an þátt. Á þess­um árum sem ég tók þess­ar mynd­ir sá hvorki ég né aðrir þær breyt­ing­ar fyr­ir.“

Mjög marg­ir þeirra sem eru á mynd­um Magnús­ar í bók­inni eru horfn­ir úr þessu jarðlífi og fyr­ir vikið eru mynd­irn­ar afar dýr­mæt­ar, ekki aðeins fyr­ir þorpið og lífið þar held­ur einnig fyr­ir þá sem tengj­ast þessu fólki. „Þetta fólk setti ekki aðeins svip sinn á sam­fé­lagið með því að stunda verðmæta­sköp­un í frysti­hús­inu held­ur byggði það líka upp sam­fé­lagið með sín­um hætti. Kon­urn­ar í frysti­hús­inu sinntu sam­fé­lagsþjón­ustu mikið á kvöld­in og um helg­ar, þær voru í kven­fé­lag­inu og karl­arn­ir dunduðu við bú­skap meðfram sinni vinnu, voru með kind­ur og hesta. Svo fátt eitt sé nefnt.“

 

Bók­in fæst í Lauga­búð á Eyr­ar­bakka. Einnig er hægt að panta hana á face­booksíðu búðar­inn­ar eða á: magn­us.kar­el@eyr­ar­bakki.is.
 


Morgunblaðið 27. september 2017
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.is


 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður