Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.10.2017 06:35

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

 
 

 

Lárus, Anna og Magnús eru komin áfram í Útsvarinu. Ljósmynd/RÚV

 

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

Lið Rangárþings eystra vann góðan sigur á Árborg í æsispennandi Útsvarsþætti í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

 

 Lokatölur urðu 63-50 en Rangæingar tryggðu sér sigurinn á síðustu spurningu eftir að Árborg hafði leitt keppnina lengst af.

 

Lið Árborgar skipa þau Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og Jóna Katrín Hilmarsdóttir en í liði Rangárþings eystra eru Lárus Bragason, Magnús Halldórsson og Anna Runólfsdóttir.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður