Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.10.2017 11:36

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er slétt 20%

 


Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík

og Jón Sigurðsson, forseti, stendur vaktina sem fyrr á stalli sínum.

 

 

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins

 

í Suðurkjördæmi er slétt 20%
 

Mikl­ar til­færsl­ur hafa orðið á fylgi flokk­anna í Suður­kjör­dæmi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer úr 31,5% fylgi árið 2016 í 25,2% í ár sem er fylgisfall uppá nákvæmlega 20%. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, fell­ur af þingi en þing­mönn­um flokks­ins fækk­ar um einn á milli kosn­inga.

Þrátt fyr­ir minna fylgi er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í kjör­dæm­inu líkt og áður.

 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 18,6% fylgi nú og tvo menn kjörna en var með 19,2% árið 2016 og sama þing­manna­fjölda.

Miðflokk­ur­inn er nýr á þingi og er þriðji stærsti flokk­ur­inn í Suður­kjör­dæmi með 14,3% og einn mann kjör­inn á þing. Um nýj­an þing­mann á Alþingi er að ræða - Birgi Þór­ar­ins­son.

 

Vinstri græn­ir fengu 11,8% fylgi nú en voru með 10,2% árið 2016. VG eru áfram með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi. 

 

Sam­fylk­ing­in fær 9,6% at­kvæða og einn þing­mann líkt og í fyrra en þá var fylgi flokks­ins 6,4%.

 

Flokk­ur fólks­ins var með 3,6% fylgi í fyrra en fær í ár 8,9% og einn mann kjör­inn á þing. Þar er það Karl Gauti Hjalta­son sem kem­ur nýr inn á Alþingi að lokn­um kosn­ing­um.

 

Pírat­ar missa tölu­vert fylgi, fara úr 12,8% í 7,1%. Þrátt fyr­ir minna fylgi er flokk­ur­inn með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi.

 

Viðreisn tap­ar fylgi og um leið þing­manni en flokk­ur­inn var með 7,3% í fyrra en núna er flokk­ur­inn með 3,1%. Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir er ekki leng­ur þingmaður Viðreisn­ar. 

 

Björt framtíð var með 5,8% í fyrra en er með 1% nú. Flokk­ur­inn náði eng­um inn á þing núna ekk­ert frek­ar en í fyrra.

 

Alþingis­menn í Suðurkjördæmi: 

· Páll Magnús­son (D)
  · Sig­urður Ingi Jó­hanns­son (B)
  · Birg­ir Þór­ar­ins­son (M)
  · Ásmund­ur Friðriks­son (D)
  · Ari Trausti Guðmunds­son (V)
  · Odd­ný G. Harðardótt­ir (S)
  · Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir (B)
  · Karl Gauti Hjalta­son (F)
  · Vil­hjálm­ur Árna­son (D)
Upp­bót­ar   
  · Smári McCart­hy (P)Skráða f Menningar-Staður