Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.11.2017 07:01

Alþjóðaflugvöll í Árborg

 

 

 


Stokks­eyri.
Rætt er um svæðið á milli Stokks­eyr­ar og Sel­foss sem góða staðsetn­ingu fyr­ir nýj­an

alþjóðaflug­völl á Suður­landi.— Morg­un­blaðið/Á?rni Sæ­berg

 

Alþjóðaflugvöll í Árborg

• Aðstæður verða kannaðar vel

 

Bæj­ar­ráð Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar hef­ur samþykkt að koma á fót starfs­hópi til að kanna mögu­leika á bygg­ingu alþjóðaflug­vall­ar í sveit­ar­fé­lag­inu. Nokkr­ir ein­stak­ling­ar höfðu frum­kvæði að mál­inu og bjóðast til að leiða verk­efnið.

Hug­mynd­in geng­ur út á að byggja alþjóðaflug­völl­inn á svæðinu á milli Sel­foss og Stokks­eyr­ar. Landið er í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og fleiri aðila.

 

Kanna jarðveg og veður

Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Árborg­ar, seg­ir eðli­legt að skoða hvort hug­mynd­in sé raun­hæf. Fyrsta skrefið í því að kanna þessa staðsetn­ingu sé að rann­saka jarðvegsaðstæður og veður­gögn. Hún tel­ur rétt að skoða stærra svæði.

 

Andri Björg­vin Arnþórs­son, sem er í for­svari fyr­ir frum­kvöðla máls­ins, er ánægður með und­ir­tekt­ir Árborg­ar. „Ef það kem­ur í ljós að þarna eru ekki rétt­ar aðstæður fell­ur málið um sjálft sig,“ seg­ir hann.

Andri stend­ur að mál­inu með tveim­ur bræðrum sín­um. Þeir telja vert að at­huga hvort hægt sé að koma upp flug­velli á Suður­landi enda fari yfir 90% þeirra ferðamanna sem koma til lands­ins á þær slóðir.


Morgunblaðið 7. nóvember 2017.

 


Hugmyndin er að byggja völlin á landflæminu milli Selfoss og Stokkseyrar.

 
Skráð af Menningar-Staður