Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.11.2017 21:00

Doktor Edda Óskarsdóttir

 


Eyrbekkingurinn Edda Óskarsdóttir.
 

 

Doktor Edda Óskarsdóttir

• Eyrbekkingurinn Edda Óskars­dótt­ir hef­ur varið doktors­rit­gerð sína í menntavís­ind­um við Kenn­ara­deild, Menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands.

Rit­gerðin ber heitið Skipu­lag stuðnings í skóla án aðgrein­ing­ar: fag­leg sjálfsrýni (Construct­ing supp­ort as inclusi­ve practice: A self-stu­dy).

Aðalleiðbein­andi var dr. Haf­dís Guðjóns­dótt­ir, pró­fess­or við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, meðleiðbein­andi var dr. De­borah Tidwell, pró­fess­or við Uni­versity of Nort­hen Iowa.

 

Hér er um að ræða rann­sókn á og rann­sókn í starfi Eddu sem deild­ar­stjóra stoðþjón­ustu í grunn­skóla. Meg­in­til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að umbreyta skipu­lagi stoðþjón­ustu í ein­um grunn­skóla, þannig að stuðning­ur yrði án aðgrein­ing­ar, auk þess að öðlast dýpri skiln­ing á hlut­verki deild­ar­stjóra stoðþjón­ustu í starfi við að efla for­ystu og sam­starf. Nýtt­ar voru aðferðir fag­legr­ar sjálfsrýni við rann­sókn­ina til að öðlast skiln­ing á breyt­inga­ferl­inu og hlut­verki for­ystu í starfi og var rann­sókn­inni skipt í þrjú skeið; und­ir­bún­ings­skeið, fram­kvæmda­skeið og ígrund­un­ar­skeið.

 

Á und­ir­bún­ings­skeiðinu voru tek­in viðtöl við stjórn­end­ur, kenn­ara, starfs­fólk stoðþjón­ustu og náms­ráðgjafa í skól­an­um til að öðlast inn­sýn inn í skiln­ing þeirra á skóla án aðgrein­ing­ar og hug­mynd­ir þeirra um stoðþjón­ust­una og sam­starf.

 

Á fram­kvæmda­skeiðinu vann Edda að breyt­ing­um á skipu­lagi stoðþjón­ust­unn­ar sam­kvæmt fram­kvæmda­áætl­un og skráði í rann­sókn­ar­dag­bók. Einnig tók hún viðtöl við mæður nokk­urra barna í skól­an­um, nem­end­ur og stuðnings­full­trúa og gerði verk­efni með nem­end­um.

 

Á ígrund­un­ar­skeiðinu rýndi Edda í það sem hún hafði lært á rann­sókn­inni í þeim til­gangi að greina gögn­in og skilja þróun henn­ar í starfi og hugs­un. Niður­stöðurn­ar sýna að það reynd­ist ekki auðvelt að ná mark­miðum verk­efn­is­ins varðandi umbreyt­ingu á stoðþjón­ust­unni. Stærsta áskor­un­in reynd­ist vera að breyta orðræðu fötl­un­ar, meðaumk­un­ar og lækn­is­fræði sem stýrði hug­ar­fari Eddu og annarra og setti mark sitt á hvernig stoðþjón­ust­unni var háttað.Edda Óskars­dótt­ir (f. 1968), dóttir Óskars Magnússonar og Þórunnar Vilbergsdóttur,  

starfar í hlutastarfi við Evrópumiðstöð um sérkennslu og skóla án aðgreiningar (European Agency for Special Needs and Inclusive Education) auk þess sem hún starfar á Menntavísindasviði. Edda lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990 og MA í sérkennslu frá University of Oregon 1993. Edda er gift Ólafi Andra Ragn­ars­syni og á þrjár dætur og eina stjúpdóttur.


Morgunblaðið föstudaginn 10. nóvember 2017.


Skráð af Menningar-Staður.