Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.12.2017 18:29

Aðventustund Hjallastefnunnar 6. des. 2017

 

.
Siggeir Ingólfsson.
.
 

 

Aðventustund Hjallastefnunnar  6. des. 2017

 

Hjallastefnan og Vinir alþýðunnar buðu til aðventustundar síðdegis  miðvikudaginn 6. desember 2017,  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hvar er í Félagsheimilinu Stað þar í bæ.

 

Veislustjóri var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað.

 

Á borðum voru afurðir Hjallastefnurnar sem Vinir alþýðunnar hafa verkað á þjóðlegan máta úr hráefni sem veitt hefur verið af Eyrarbakkabátnum Mána ÁR. Þetta var; siginn fiskur sem verkaður hefur verið í útsýnispallinum við Alþýðuhúsið á síðustu vikum. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa myndað verkunina á fiskinum og þannig vottað þessa þjóðlegu verkunaraðferð Hjallastefnunnar.Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað allt frá árinu 2013, gerði grein fyrir stóra fánamálinu.

Það liggur í því að sett var nálgunarbann á hann við fánastöng Árborgar á Vesturbúðarhólnum á Eyrarbakka og matti hann alls ekki flagga þar.
Nú er öldin önnur og hefur Siggeir verið skipaður sérstakaur flaggar á fánastönginni á Vesturbúðarhólnum og var þessu sérlega fagnað. Hefur hann skipað aðstoðarmenn þá; Jón Gunnar Gíslason og Björn Inga Bjarnason.

 

Sérstakur gestur aðventustundarinnar var Ásmundur Friðriksson, alþingismaður í Suðurkjördæmi,

en hann á mjög sterkt bakland hjá Vinum alþýðunnar. Honum var þökkuð vaskleg framganga til stuðnings Keflavíkurkirkju til þess að ná samningum um smíði nýs orgels fyrir kirkjuna sem gert verður í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri.

 

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins, flutti blandaða þjóðlega hugvekju í menningarlegu samspili Vestfirðinga og Sunnlendinga fyrr og nú.

 

Þá var í lokin Bókalottó þar sem dregnar voru út bækur frá Vestfirska forlaginu.

 

Mennigar-Staður færði aðventustundina til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað. http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284709/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður.