Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.01.2018 06:57

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

 

 

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

Þorranum verður blótað að Eyrbekkinga sið laugardaginn 27. janúar 2018 svo takið daginn strax frá! Undanfarin tvö ár hafa færri komist að en vilja svo það borgar sig að vera á tánum þegar miðasala hefst.

 

Maturinn mun koma frá Rauða Húsinu og mun hljómsveitin Blek og byttur halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.

 

Eins og áður er það Slysavarnadeildin Björg sem heldur blótið, en mun sama nefnd og 2016 og 2017 halda utan um viðburðinn. 


Ágóði rennur eins og áður til Slysavarnafélagsins.

 

Miðasala verður á Stað 14. janúar 2018.


 

Skráð af Menningar-Staður.