Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.01.2018 08:07

Starfslokateiti á Litla-Hrauni

 

 

 

Starfslokateiti á Litla-Hrauni

 

 

Yfirstjórn Litla-Hrauns bauð fimmtudaginn  28. desember 2017  til kaffistundar með kræsingum til heiðurs fangavörðunum Guðjóni Stefánssyni og Haraldi Arngrímssyni. Þeir létu af störfum fyrr á árinu vegna aldurs. Guðjón hóf störf á Litla-Hrauni árið 1979 og Haraldur árið 1994.

 

Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, stýrði samkomunni og ávarpaði Guðjón og Harald og þakkaði þeim farsæl störf á starfstímanum. Í lokin færði hann þeim gjöf frá Litla-Hrauni sem þakklætisvott.

 

Síðan kallaði Halldór Valur til Björn Inga Bjarnason hjá Ljóðasetri Litla-Hrauns sem flutti meðfylgjandi ljóð og skýrði tilurð þess:

 

Áratugi áttuð hér

eftirsjá í köppum.

Farsæld ykkar fögnum vér

fyrir þeim nú klöppum.

 

Björn Ingi Bjarnason og Ingvar Magnússon færðu strafslokastundina til myndar.

 

.     Úr blaðinu -Suður- fimmtudaginn 25. janúar 2018.Skráð af Menningar-Staður