Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.01.2018 16:23

90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands

 

 

 

90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands

 

90 ár eru í dag, mánudaginn 29. janúar 2018,  frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnarstarfs á Íslandi.

 

Í tilefni af þeim áfanga verður haldin veisla hjá öllum einingum félagsins á afmælisdaginn 29. janúar.

 

Við hjá Björgunarsveitinni Björg Eyrarbakka munum að sjálfsögðu taka þátt í hátíðarhöldunum og bjóðum ykkur í opið hús til okkar á Búðarstíg 21 mánudaginn 29. janúar.

 

Húsið opnar kl. 20 og verður boðið uppá kaffi og kökur í boði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

 

Kl. 21 munum við skjóta á loft hvítu svifblysi ásamt öllum einingum landsins.

 


Vonumst til að sjá sem flesta!

 

 
Skráð af Menningar-Staður.