Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.02.2018 20:44

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

 

 

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

Ámundi Ámunda­son, út­gef­andi, hef­ur keypt út­gáfu­rétt­inn að fjölda lands­hluta­blaða sem voru í eigu Press­unn­ar ehf. Fyr­ir­tæki Ámunda, Fót­spor ehf. gaf flest blaðanna út áður en Press­an tók þau yfir fyr­ir nokkr­um árum og því þekk­ir hann vel til á þess­um vett­vangi.

 

„Ég gerði samn­ing við Kristján B. Thorlacius skipta­stjóra og kaupi allt sem þess­um blöðum fylg­ir,“ seg­ir Ámundi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Blöðin sem um ræðir eru:

Ak­ur­eyri viku­blað, Hafn­ar­fjörður og Garðabær, Kópa­vog­ur, Reykja­vík viku­blað, Reykja­nes, Vest­ur­land, Suðri, Vest­f­irðir, Ald­an, Sleggj­an og Aust­ur­land.

 

Ámundi seg­ir að kaup­verðið sé trúnaðar­mál. „Það var nú bara lítið og létt, ég réði við það og skulda þeim ekki neitt. Það má vel koma fram að Fót­spor ehf. skuld­ar eng­um neitt.“

 

Kaup­in hafa legið í loft­inu um hríð og því fékk Ámundi leyfi frá skipta­stjóra til að gefa út nokk­ur blöð nú um mánaðamót­in. Þau báru þó önn­ur nöfn en fólk hef­ur átt að venj­ast; Ak­ur­eyri viku­blað hét Norður­land, Vest­ur­land hét Vestri og sjáv­ar­út­vegs­blaðið Ald­an hét Bár­an, svo dæmi séu tek­in.

 

„En nú á ég nöfn­in öll aft­ur,“ seg­ir Ámundi kok­hraust­ur.

 

Hann boðar mikla sókn í út­gáfu blaðanna á næst­unni og seg­ist hafa fjölda fag­manna í blaðamanna­stétt til að stýra blöðunum: Magnús Þór Haf­steins­son á Vest­ur­landi, Krist­in H. Gunn­ars­son á Vest­fjörðum, Björg­vin G. Sig­urðsson á Suður­landi, Sig­urð Jóns­son á Suður­nesj­um, Arn­ald Mána Finns­son á Aust­ur­landi og „nýj­an fjöl­miðlasnill­ing“, eins og hann kall­ar hina 24 ára Ingi­björgu Berg­mann Braga­dótt­ur á Ak­ur­eyri.


 

Skráð af Menningar-Staður