Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.02.2018 06:39

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

 

Skjald­borg - hátíð ís­lenskra heim­ild­ar­mynda, er eitt þeirra verk­efna sem

til­nefnt er í ár. Hátíðin er eina kvik­mynda­hátíðin á land­inu sem sér­hæf­ir

sig í að frum­sýna ís­lensk­ar heim­ild­ar­mynd­ir

 

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

Sex menn­ing­ar­verk­efni voru í dag til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar, en það er viður­kenn­ing sem ár­lega er veitt framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þann 1. Mars verður til­kynnt um hvaða verk­efni fær Eyr­ar­rós­ina, en verðlaun­un­um fylg­ir fylg­ir tveggja millj­ón króna verðlauna­fé en að auki munu tvö verk­efn­anna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

 

Eyr­ar­rós­inni er ætlað að beina sjón­um að og hvetja til menn­ing­ar­legr­ar fjöl­breytni, ný­sköp­un­ar og upp­bygg­ing­ar á sviði menn­ing­ar og lista. Alls bár­ust 33 um­sókn­ir um viður­kenn­ing­una í ár hvaðanæva af land­inu.

 

Á Eyr­ar­rós­arlist­an­um í ár eru:

  • Aldrei fór ég suður, Ísaf­irði
  • Alþjóðlega kvik­mynda­hátíðin Norðan­átt­in (Not­hern Wave), Snæ­fells­bæ 
  • Fersk­ir vind­ar – alþjóðleg lista­hátíð í Garði
  • LungA skól­inn, Seyðis­firði
  • Rúllandi snjó­bolti, Djúpa­vogi
  • Skjald­borg, hátíð ís­lenskra heim­ilda­mynda, Pat­reks­firði

 

Að verðlaun­un­um standa í sam­ein­ingu Byggðastofn­un, Air Ice­land Conn­ect og Lista­hátíð í Reykja­vík.  Eyr­ar­rós­in verður af­hent við hátíðlega at­höfn þann 1. mars næst­kom­andi í Nes­kaupsstað, heima­bæ þung­arokks­hátíðar­inn­ar Eistna­flugs sem er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­inn­ar frá síðasta ári. Frú El­iza Reid, vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar mun af­henda verðlaun­in.Skráð af Menningar-Staður