Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.02.2018 06:15

1,3% launa­hækk­un hjá BSRB

 


Elín Björg Jóns­dótt­ir, formaður BSRB.    mbl.is/?Eva Björk Ægis­dótt­ir.
 

 

1,3% launa­hækk­un hjá BSRB

 

Fé­lags­menn BSRB sem starfa hjá rík­inu mega bú­ast við því að fá 1,3% launa­hækk­un greidda aft­ur­virkt frá 1. janú­ar 2017 um næstu mánaðamót.

 

Aðild­ar­fé­lög BSRB ákveða hvert fyr­ir sig hvernig launa­hækk­un­in kem­ur til fram­kvæmda og ætti slíku, að sögn El­ín­ar Bjarg­ar Jóns­dótt­ur, for­manns BSRB, að vera lokið fyr­ir lok mánaðar­ins.

 

Launa­hækk­un­in kem­ur til vegna ákvæðis í ramma­sam­komu­lagi um að fé­lags­menn BSRB myndu fá það launa­skrið sem yrði á al­menn­um vinnu­markaði um­fram launa­skrið á hinum op­in­bera vinnu­markaði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.Skráð af Menningar-Staður