Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.02.2018 19:29

Plata Kiriyama Family, Waiting for., er tilnefnd sem plata ársins

 

 

 

Plata Kiriyama Family, Waiting for…, er tilnefnd sem plata ársins

 

Tilnefndingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær og fengu Sunnlendingar nokkrar tilnefningar.

 

Plata Kiriyama Family, Waiting for, er tilnefnd sem plata ársins í flokki poppplatna ásamt Andra Ólafssyni og félögum í Moses Hightower með plötuna Fjallaloft.

 

Titillag plötu Moses Hightower er tilnefnt sem popplag ársins og hljómsveitin er einnig tilnefnd sem lagahöfundur ársins.

 

Daði Freyr & Gagnamagnið eru sömuleiðis tilnefnd í flokknum popplag ársins fyrir Hvað með það, sem Daði og félagar slógu í gegn með í Söngvakeppninni síðasta vetur.

 

Þá er Kammerkór Suðurlands tilnefndur fyrir plötu ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar en kórinn gaf út plötuna Kom skapari á árinu 2017.

 

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu miðvikudaginn 14. mars 2018 og verða sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

 


Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family. Efri röð f.v.: Bassi Ólafsson,

Víðir Björnsson, Bjarni Ævar Árnason og Guðmundur Geir Jónsson.

Neðri röð f.v.: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Karl Magnús Bjarnarson.

Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.  

 


Skráð af Menningar-Staður