Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.02.2018 06:46

Skóga­safn leit­ar að for­stöðumanni

 

 

 

Skóga­safn leit­ar að for­stöðumanni

 

Eitt stærsta og vin­sæl­asta safn lands­ins, Skóga­safn, aug­lýs­ir nú eft­ir for­stöðumanni, en Sverr­ir Magnús­son, sem stýrt hef­ur safn­inu frá 1999, er að láta af störf­um.

 

Skóga­safn á sér næst­um sjö ára­tuga sögu. Það var stofnað 1. des­em­ber 1949 sem Byggðasafn Ran­gæ­inga og Vest­ur-Skaft­fell­inga, en hef­ur síðan vaxið hratt og er starf­sem­in orðin marg­brot­in. Hlut­verk safns­ins er söfn­un, varðveisla og sýn­ing á menn­ing­ar­minj­um úr sýsl­un­um tveim­ur í því skyni að varpa ljósi á líf og starf íbúa þeirra.

 

Nú til­heyr­ir Skóga­safni byggðasafn með fjór­um deild­um, um­fangs­mikið húsa­safn á stóru úti­sýn­ing­ar­svæði og sam­göngusafn ásamt minja­gripa­versl­un og veit­ingastað. Héraðsskjala­safn er einnig í um­sjá Skóga­safns. Gesta­fjöldi í fyrra var um 75 þúsund manns.

 

Frum­kvöðull að stofn­un safns­ins og lífið og sál­in í upp­bygg­ingu þess var Þórður Tóm­as­son. Stýrði hann Skóga­safni til 1999 er nú­ver­andi for­stöðumaður, Sverr­ir Magnús­son, tók við.

 

Auk há­skóla­mennt­un­ar og þekk­ing­ar á söfn­um þurfa um­sækj­end­ur m.a. að sýna fram á ár­ang­urs­ríka starfs­reynslu af stjórn­un, rekstri og markaðsstarfi og góða sam­skipta­hæfi­leika.

 

.
Byggðasafnið í Skóg­um á nokkr­ar bygg­ing­ar­sögu­leg­ar ger­sem­ar.
.

.

,
 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Skógakirkju.
F.v.: Eyrbekkingarnir  Þórarinn Theódór Ólafsson, Guðmundur Magnússon

og Ingvar Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður