Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 


Björn Þorsteinsson (1918 - 1986)
 

 

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 

Björn Þor­steins­son sagn­fræðipró­fess­or fædd­ist að Þjót­anda í Vill­inga­holts­hreppi 20. mars 1918. Þótt hann fædd­ist á Suður­landi var hann í raun af þekkt­um hún­vetnskum ætt­um, son­ur Þor­steins Björns­son­ar, kaup­manns og frum­býl­ings á Hellu á Rangár­völl­um, og f.k.h., Þuríðar Þor­valds­dótt­ur kenn­ara.

 

Þor­steinn var bróðir Sig­ur­geirs, föður Þor­björns, pró­fess­ors í eðlis­fræði við HÍ. Þor­steinn var son­ur Björns Ey­steins­son­ar í Grímstungu sem var forfaðir ým­issa þjóðkunnra Hún­vetn­inga.

 

Björn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1941, cand.mag.-prófi í ís­lensk­um fræðum frá HÍ 1947, stundaði fram­halds­nám við Uni­versity of London 1948 og 1949 og varði doktors­rit­gerð HÍ 1970.

 

Björn kenndi við Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar, Iðnskól­ann í Reykja­vík og Lauga­lækj­ar­skóla, kenndi sögu við MH og var pró­fess­or í sögu við HÍ frá 1971. Þá var hann far­ar­stjóri á sumr­in um skeið, stofnaði leiðsög­u­nám­skeið á veg­um Ferðaskrif­stofu rík­is­ins 1960 og veitti þeim for­stöðu til 1967 og síðan, ásamt Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

 

Björn var af­kasta­mik­ill fræðimaður og stundaði brautryðjenda­rann­sókn­ir á sam­skipt­um Íslend­inga og Eng­lend­inga á síðmiðöld­um. Meðal helstu fræðirita hans má nefna Nýja Íslands­sögu; Ensk­ar heim­ild­ir um sögu Íslands á 15. og 16. öld; Ensku öld­ina í sögu Íslands; Tíu þorska­stríð 1415-1976; og Íslenzka miðalda­sögu.

 

Björn var formaður Ran­gæ­inga­fé­lags­ins í Reykja­vík, var for­seti Sögu­fé­lags, formaður Sagn­fræð-inga­fé­lags­ins og rit­stjóri Sögu. Þá fór hann í fram­boð fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn og Alþýðubanda­lagið.

 

Björn lést 6. október 1986.

 

Í til­efni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Björns, verður haldið minn­ing­arþing hon­um til heiðurs, Bjarn­ar­messa, í Ver­öld, Húsi Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, í dag kl. 16.30-18.30.
 

 


Morgunblaðið og Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður