Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.03.2018 20:54

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

 

 

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

Haf­in er í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg und­ir­skrifta­söfn­un sem miðar að því að til­laga til breyt­inga á aðal­skipu­lagi miðbæj­ar­ins á Sel­fossi, sem ger­ir ráð fyr­ir því að þar verði reist­ar bygg­ing­ar í göml­um stíl, sbr. áform Sig­túns þró­un­ar­fé­lags, fari í at­kvæðagreiðslu meðal íbúa.

 

Bæj­ar­stjórn samþykkti til­lög­una í síðasta mánuði og bíður hún nú staðfest­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

Að und­ir­skrifta­söfn­un­inni standa Davíð Kristjáns­son, Gísli Ragn­ar Kristjáns­son og Al­dís Sig­fús­dótt­ir. Þurfa þau að hafa safnað 1.900 und­ir­skrift­um 29% at­kvæðis­bærra íbúa fyr­ir 20. apríl eigi efni til­lög­unn­ar að öðlast líf, það er kosn­ing­ar sem sveit­ar­fé­lagið þarf þá að efna til inn­an eins árs.Morgunblaðið 26. mars 2018.
 Skráð af Menningar-Staður