Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.04.2018 07:24

FRAMVINDA DÝRAFJARÐARGANGA Í VIKU 15

 

 

 

FRAMVINDA DÝRAFJARÐARGANGA Í VIKU 15

 

Í viku 15 voru grafnir 64,2 m í göngunum.

 

Heildarlengd ganganna í lok viku 15 var 1.901,5 m sem er 35,9 % af heildarlengd ganganna.

 

Í vikunni var grafið stærra snið vegna útskots E sem útskýrir minni framvindu samanborið við síðustu vikur. Í framhaldinu verður farið í að grafa út þau þrjú rými sem eru í útskoti E, þ.e. tæknirými, neyðarrými og snúningsútskot.

 

Göngin hafa verið alveg þurr undanfarið og eru tvö nokkuð þunn setlög í berginu búin að fylgja okkur alla vikuna. Allt efni úr göngunum hefur farið beint í fyllingar í vegagerð. Fyllt hefur verið í veg milli gangamunnans og Hófsár ásamt því að byrjað var að fylla í nýjan veg sem mun liggja til Hrafnseyrar.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður