Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.04.2018 06:25

Miðflokkurinn kynnir sex efstu á listanum í Árborg

 

 

 

Nokkrir frambjóðenda Miðflokksins í Árborg ásamt

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni.

 

Miðflokkurinn kynnir sex efstu á listanum í Árborg

 

M-listi Miðflokksins í Árborg opnaði kosningaskrifstofu sína við Eyraveg 5 á Selfossi í dag og kynnti um leið hverjir skipa sex efstu sætin á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Flokkurinn hafði áður tilkynnt að Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, yrði oddviti listans.

 

Í dag var einnig tilkynnt hver mun skipa heiðurssæti listans en það er Guðmundur Kr. Jónsson, nýkjörinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins og fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

 

Sex efstu sæti listans skipa:


1. Tómas Ellert Tómasson, oddviti og byggingarverkfræðingur
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Sólveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur og hársnyrtimeistari
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
5. Erling Magnússon, lögfræðingur
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH

 Skráð af Menningar-Staður.