Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.04.2018 07:15

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

 

Kiriyama Family ásamt Kjartani Björnssyni og Söndru Dís Hafþórsdóttur.

Ljósmynd/arborg.is

 

 

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

Sveitarfélagið Árborg afhenti samfélagsviðurkenningu Árborgar 2018 á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

 

Það var hljómsveitinni Kiriyama Family sem var veitt samfélagsviðurkenning fyrir þeirra störf með hvatningu um áframhaldandi velgengni enda ung hljómsveit sem er að gera það gott erlendis.Í hljómsveitinni Kiriyama Family eru:

Víðir Björnsson frá Eyrarbakka.
Karl Magnús Bjarnarson frá Stokkseyri.
Bassi Ólafsson frá Selfossi,
Guðmundur Geir Jónsson frá Selfossi,
Hulda Kristín Kolbrúnardóttir frá Stokkseyri
og Bjarni Ævar Árnason frá Selfossi.

 

 

 

F.v.:

Bjarni Ævar, Víðir, Bassi, Karl Magnús, Guðmundur Geir og Hulda Kristín.
 


Skráð af Menningar-Staður