Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.05.2018 18:59

Merkir Íslendingar - Haraldur Ásgeirsson

 


Haraldur Ásgeirsson (1918 - 2009)
 

 

Merkir Íslendingar - Haraldur Ásgeirsson

 

Har­ald­ur Ásgeirs­son fædd­ist á Sól­bakka í Önund­arf­irði 4. maí 1918.

 

For­eldr­ar hans voru Ásgeir Torfa­son, skip­stjóri og fram­kvæmda­stjóri á Flat­eyri, og Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir.

 

Ásgeir var son­ur Torfa Hall­dórs­son­ar, skip­stjóra og stofn­anda Stýri­manna­skól­ans á Ísaf­irði, og Maríu Öss­ur­ar­dótt­ur, en Ragn­heiður var dótt­ir Ei­ríks Sig­munds­son­ar, bónda á Hrauni á Ingj­aldssandi, og Sig­ríðar Jóns­dótt­ur hús­freyju.

 

Meðal systkina Har­ald­ar:

Ragn­ar, héraðslækn­ir á Ísaf­irði; María, hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Reykja­vík; Önund­ur, fyrrv. for­stjóri Olíu­versl­un­ar Íslands, og Ásgeir, lyfja­fræðing­ur á Ísaf­irði.

 

Eig­in­kona Har­ald­ar var Hall­dóra hús­mæðra­kenn­ari sem lést 2007, dótt­ir Ein­ars Guðfinns­son­ar, út­gerðar­manns í Bol­ung­ar­vík, og Elísa­bet­ar Hjalta­dótt­ur.

Har­ald­ur og Hall­dóra eignuðust fjög­ur börn:

Elísa­betu, mag. art. og leir­list­ar­konu; Ragn­heiði, MS í hjúkr­un­ar­fræði og skrif­stofu­stjóra í heil­brigðisráðuneyt­inu; Ásgeir, pró­fess­or, dr. med. og for­stöðulækni Barna­spítala Hrings­ins, og Ein­ar Kristján, bygg­ing­ar­tækni­fræðing hjá Borg­ar­verk­fræðingi.

 

Har­ald­ur lauk stúd­ents­prófi frá MA 1940 og MSc-gráðu í efna­verk­fræði frá Uni­versity of Ill­in­o­is 1945. Hann starfaði við at­vinnu­deild HÍ og var for­stjóri Rann­sókn­ar­stofn­un­ar bygg­ing­ariðnaðar­ins frá stofn­un 1965-85.

 

Har­ald­ur lagði mikla áherslu á rann­sókn­ir, þróun og fram­far­ir í stein­steypu, vann að styrk­ingu ís­lensks sements, þróaði loft­blendi í stein­steypu auk rann­sókna á styrk­leika og veðrun­arþoli ásamt þróun létt­steypu. Þá þróaði hann síld­ar­dæl­ur. Har­ald­ur sinnti marg­vís­leg­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um og hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir þrot­laust rann­sókna- og þró­un­ar­starf sem hef­ur skilað sér í ís­lensk­um bygg­ing­ariðnaði.

 

Har­ald­ur lést 15. nóvember 2009.


Morgunblaðið 4. maí 2018.


Skráð af Menningar-Staður