Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.05.2018 07:08

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

 

 

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn en lokatölur birtust kl. 01:08. D-listinn fær fjóra bæjarfulltrúa.

 

Á kjörskrá eru 6.594 einstaklingar og talin hafa verið 4.636 atkvæði. Kjörsókn var 70,31%.

 

D-listinn fær 38,3% atkvæða og fjóra bæjarfulltúa og tapar tæpum 13% atkvæða frá árinu 2014.

 

Samfylkingin heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum með 20% atkvæða, Framsókn og óháðir fá 15,5% atkvæða og halda sínum fulltrúa, Miðflokkurinn fær 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fær 8,5% og einn fulltrúa.

 

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn:

 

1. Gunnar Egilsson, D-lista
2. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
3. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista
4. Helgi S. Haraldsson, B-lista
5. Kjartan Björnsson, D-lista
6. Tómas Ellert Tómasson, M-lista
7. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
8. Ari Björn Thorarensen, D-lista
9. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista

 

Næsti maður inn er Sólveig Þorvaldsdóttir, B-lista, sem vantaði 66 atkvæði til að fella Sigurjón Vídalín.

 

 

 

Áfram Árborg hlaut 376 atkvæði eða 8,5 prósent.

Framsóknarflokkur hlaut 687 atkvæði eða 15,5 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur hlaut 1698 atkvæði eða 38,3 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 476 atkvæði eða 10,7 prósent.

Samfylkingin hlaut 891 atkvæði eða 20,1 prósent.

Vinstri græn hlutu 309 atkvæði eða 7 prósent.
Skráð af Menningar-Staður