Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.06.2018 06:24

Nýr meirihluti í Árborg kynntur í dag

 

 

 

Nýr meirihluti í Árborg kynntur í dag

 

Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin hafa náð saman um meirihlutasamstarf flokkanna í Árborg og verður málefnasamningur flokkanna kynntur á fundi í Húsinu á Eyrarbakka í dag kl. 09:30.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboðunum sem send var út í gærkvöldi.

 

Þegar framboðin kynntu viðræður um meirihlutasamstarf um síðustu helgi sögðu þau úrslit kosninganna sýna að kjósendur í Sveitarfélaginu Árborg hafi hafnað áframhaldandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt væri að reynt yrði að mynda nýjan meirihluta án aðkomu Sjálfstæðisflokks.

 

D-listinn fékk 38,3% atkvæða í kosningunum og fjóra bæjarfulltrúa, tapaði einum. Fylgi D-listans minnkaði um tæp 13% frá kosningunum 2014. Samfylkingin fékk 20% atkvæða og hélt sínum tveimur fulltrúum, Framsókn og óháðir héldu sömuleiðis sínum eina fulltrúa með 15,5% atkvæða. Miðflokkurinn fékk 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fékk 8,5% og einn fulltrúa.

 


Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
 
 

Skráð af Menningar-Staður