![]() |
Anna Svanlaugsdóttir (1918 - 1996) |
Merkir Íslendingar - Anna Svanlaugsdóttir
Anna Svanlaugsdóttir Thorstensen fæddist á Þverá í Öxnadal í Eyjafirði 8.6. 1918. Foreldrar hennar voru Svanlaugur Jónasson, bóndi í Öxnadal , síðar verkstjóri hjá Akureyrarbæ, og k.h., Rósa Þorsteinsdóttir húsfreyja.
Foreldrar Svanlaugs voru Jónas Jónsson og Sigurlaug Svanlaugsdóttir, bændur á Varmavatnshólum í Öxnadal, en foreldrar Rósu voru Þorsteinn Jónasson og Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir, bændur í Engimýri í Öxnadal.
Systkini Önnu urðu 15 en tíu komust til fullorðinsára: Sigurlaug, húsfreyja í Reykjavík; Eva, hjúkrunarkona í Reykjavík; Ragnheiður, hjúkrunarkona í Reykjavík; Hjalti, verkamaður í Reykjavík; Garðar, leigubílstjóri á Akureyri; Hrefna, húsfreyja á Akureyri; Hulda, hjúkrunarkona í Reykjavík; Sigríður, framreiðslukona í Reykjavík; Þorsteinn, starfsmaður bæjarfógeta á Akureyri, og Helga, hjúkrunarkona á Akureyri og í Reykjavík.
Eiginmaður Önnu var Tryggve D. Thorstensen sem lést 1986, prentari. Hann var sonur Ole Thorstensen, skósmiðs í Reykjavík, og k.h., Anine Thorstensen, húsfreyju.
Börn Önnu og Tryggve eru:
Sonja Helene, verslunarmaður í Reykjavík; Sigurður Ingvi sem lést 1999, flugumferðarstjóri; Tryggve Daníel, vélatæknifræðingur.
Anna flutti með fjölskyldu sinni, þá tveggja ára, til Akureyrar og ólst þar upp fram á unglingsár. Á fimmtánda árinu fór hún til Reykjavíkur þar sem hún réð sig í vist og var þar búsett síðan.
Anna starfaði við framreiðslu um áratugaskeið, fyrst á Hótel Skjaldbreið, auk þess sem hún var aðstoðarþjónn á sumrin á Hótel Garði.
Anna varð aðstoðarstúlka húsvarðar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík 1950 og tók síðan við því starfi sem reyndi á samviskusemi, háttvísi og áræðni. Hún gegndi því starfi í áratugi eða nokkuð fram yfir sjötugt en dvaldi síðustu árin á Seljahlíð.
Anna lést á 11. febrúar 1996.
|
||
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is