Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.06.2018 07:00

Hilmar Andrésson - Fæddur 1. sept. 1937 - Dáinn 29. maí 2018 - Minning

 


Hilmar Andrésson (1937 - 2018).
 

 

Hilmar Andrésson - Fæddur 1. sept. 1937

 

- Dáinn 29. maí 2018 - Minning

 

Hilm­ar Andrés­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 1. sept­em­ber 1937. Hann lést á Dval­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka 29. maí 2018.

 

For­eldr­ar Hilm­ars voru Andrés Jóns­son f. 18. októ­ber 1896, d. 21. nóv­em­ber 1978 og Úlf­hild­ur Sig­ur­björg Hann­es­dótt­ir f. 3. des­em­ber 1897, d. 4. mars 1982. Al­bróðir Hilm­ars er Kristján f. 25. ág­úst 1935.

 

Systkini Hilm­ars sam­feðra voru Jón Pét­ur f. 10. októ­ber 1920, d. 15. júní 2007, Sig­mund­ur f. 20. ág­úst 1922, d. 16. nóv­em­ber 2016 og Þuríður f. 8. mars 1924, d. 6. ág­úst 2002. Systkini Hilm­ars sam­mæðra voru Ingi Líf­gjarn f. 31. októ­ber 1920, d. 21. janú­ar 1975, Hrafn­hild­ur f. 22. sept­em­ber 1922, d. 3. janú­ar 1938, Þor­gerður Hanna f. 21. apríl 1926, d. 12. ág­úst 1985 og Sig­urður Bjarni f. 9. maí 1930, d. 13. apríl 2002.

 

Hilm­ar kvænt­ist 26. des­em­ber 1965 Ragn­heiði Björns­dótt­ur frá Vötn­um í Ölfusi f. 25. júní 1933, d. 2. mars 2004.

Börn þeirra eru:
(1) Björn H. Hilm­ars­son f. 26. júlí 1965, maki hans er R. Brynja Sverr­is­dótt­ir, börn þeirra eru Hilm­ar Freyr, Sverr­ir Leó, og Hann­es Breki.

(2) Úlf­hild­ur J. Hilm­ars­dótt­ir f. 2. mars 1967, maki henn­ar er Ásgeir V. Ásgeirs­son, börn henn­ar eru Andrea og Eyþór.

(3) Kol­brún Hilm­ars­dótt­ir f. 1. apríl 1968, börn henn­ar eru Guðrún Heiða, Ragn­heiður Sif, Gísli, Andrea Kar­en og Kol­brún María.

Fyr­ir átti Ragn­heiður börn­in Guðnýju Sól­veigu f. 27. mars 1952, d. 6. apríl 2007 og Gísla Heiðberg f. 2. mars 1958. Hilm­ar var lengi til sjós og var með út­gerð um tíma. Hann vann einnig við ýmis störf í landi.

 

Hilm­ar Andrés­son verður jarðsung­inn frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, 15. júní 2018, klukk­an 13.


_________________________________________________________________________Minningarorð Sverris Leós Björnssonar


Ég átti því láni að fagna að al­ast upp með ömmu og afa í sama húsi, engu smá húsi Smiðshús­um. Afi var harðdug­leg­ur maður sem elskaði fólkið sitt, dýr­in sín og staðinn sinn, Eyr­ar­bakka. Nú lang­ar mig að kveðja afa, sem átti sér­stak­an stað í hjarta mínu og hafði trú­lega meiri áhrif á mig en flest­ir aðrir.

 

Elsku afi, sam­band okk­ar var ein­stakt, og vor­um við alla tíð gríðarleg­ir vin­ir. Vin­skap­ur okk­ar og tryggð hvors við ann­an lýs­ir sér mjög þegar ég sagði þér frá prakk­arastrik­um mín­um sem barn og ung­ling­ur og aldrei sagðir þú for­eldr­um mín­um, en vissu­lega skammaðir mig. Það átti ekki við þig, afi minn, að gera óþarfa vesen úr hlut­un­um. Bíl­ferðirn­ar okk­ar voru ófá­ar. Alltaf varstu boðinn og bú­inn að snú­ast í kring­um í mig, skutla mér hingað og þangað meðan heils­an leyfði.

 

Ég vona að ég hafi staðið mig þokka­lega þegar það snér­ist við. Mér þótti ofsa­lega vænt um hvað það var alltaf stutt í húm­or­inn hjá þér, t.d. gamla hreppar­íg­inn, al­veg fram til þess síðasta þótt margt væri farið. Síðustu dag­ar og vik­ur hafa verið erfiðar að sjá þig vesl­ast upp og að lok­um fara. Söknuður­inn er mik­ill að vita ekki af þér í næsta húsi. Ég hlýja mér við minn­ing­arn­ar sem eru marg­ar. Nú loks hitt­ist þið amma.

 

Vil ég þakka afa ein­læga vináttu gegn­um árin og veit að hann fær góða heim­komu. Starfs­fólkið á Sól­völl­um á sér­staka þökk fyr­ir það hve hugsað var vel um hann síðustu ár. Finnst mér við hæfi að enda þetta á sömu nót­um og í minn­ing­ar­grein frá mér til ömmu Ragn­heiðar

 

Láttu nú ljósið þitt

loga við rúmið mitt.

Hafðu þar sess og sæti,

signaði Jesús mæti.

(Höf. ók.)

 

Takk fyr­ir allt, afi minn

 

Þinn,

Sverr­ir Leó Björns­son.


Morgunblaðið föstudagurinn 15. júní 2018


Skráð af Menningar-Staður