Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.06.2018 08:06

Forsetinn gestur á Hrafnseyrarhátíð

 


Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Forsetinn gestur á Hrafnseyrarhátíð

 

Þjóðhátíðardag­skrá­in á Hrafns­eyri verður flutt fram um einn dag, verður að þessu sinni hald­in í dag laug­ar­dag­inn 16. júní.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, verður heiðurs­gest­ur og flyt­ur hátíðarræðuna. Gert verður hlé á dag­skránni á meðan landslið Íslands leik­ur við Arg­entínu­menn á HM í Moskvu og munu for­set­inn og aðrir gest­ir fylgj­ast með á stór­um skjá.

 

Haldið hef­ur verið upp á þjóðhátíðardag­inn, 17. júní, á Hrafns­eyri, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar, í mjög mörg ár. „Núna stend­ur sér­stak­lega á, mikið er um að vera vegna 100 ára af­mæl­is full­veld­is­ins. For­svars­menn Hrafns­eyr­ar vildu ekki láta sitt eft­ir liggja. Til þess að gera það með glæsi­leg­um hætti var ákveðið að færa hátíðardag­skrána til um einn dag, einkan­lega til að gera for­seta Íslands kleift að koma vest­ur,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, formaður af­mæl­is­nefnd­ar ald­araf­mæl­is sjálf­stæðis og full­veld­is Íslands, en hann verður kynn­ir á hátíðinni. Full­veld­is­nefnd­in veitti styrk til hátíðar­hald­anna. For­set­inn og fylgd­arlið hans fara vest­ur með varðskip­inu Þór.

 

Útskrift og frum­flutn­ing­ur

Dag­skrá­in hefst klukk­an 11 með hátíðarguðsþjón­ustu. Meðal annarra dag­skrárliða má nefna að kvart­ett­inn Sigga mun frum­flytja Blakta, tón­verk Hall­dórs Smára­son­ar tón­skálds frá Ísaf­irði, séra Geir Waage í Reyk­holti rifjar upp æskuminn­ing­ar frá Hrafns­eyri og hátíðleg at­höfn verður í til­efni út­skrift­ar vest­firskra há­skóla­nem­enda.

 

 

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, steig á skipsfjöl á varðskipinu Þór síðdegis í gær ásamt fylgdarliði. Forseti heimsækir Hrafnseyri við Arnarfjörð í fyrsta sinn síðan ?hann tók við embætti en áætlað er að Þór verði kominn vestur ní í morgun. Skipherra á Þór er Halldór Benóný Nellett og með í för er Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar (en hann er frá Holti í Önundarfirði). Þetta er í fyrsta sinn í rúm 30 ár sem forseti Íslands gistir um borð í varðskipi en það gerði frú Vigdís Finnbogadóttir síðast á níunda áratug síðustu aldar en hún var þá á leið til Hrafnseyrar.

Ljósm.: Landhelgisgæslan.

 

 

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður