Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.06.2018 07:22

Merkir Íslendingar- Emil Thoroddsen

 


Emil Thoroddsen (1898 - 1944).

 

 

Merkir Íslendingar-  Emil Thoroddsen

 

Emil Thorodd­sen fædd­ist í Kefla­vík 16. júní 1898, son­ur Þórðar Thorodd­sen, lækn­is og alþm., og k.h., Önnu Guðjohnsen.

 

Systkini Em­ils voru Þor­vald­ur, for­stjóri, pí­anó­leik­ari og einn stofn­enda Tón­list­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, og Krist­ín Katrín, móðir Þor­valds Stein­gríms­son­ar fiðluleik­ara. Bróðir Þórðar var Skúli, afi Skúla Hall­dórs­son­ar tón­skálds. Þórður var son­ur Jóns Thorodd­sen skálds, bróður Jó­hönnu, lang­ömmu tón­skáld­anna Sig­urðar Þórðar­son­ar og Jóns Leifs, og Bjarna Böðvars­son­ar hljóm­sveit­ar­stjóra, föður Ragga Bjarna. Anna var syst­ir Kristjönu, móður Jóns, kór­stjóra Fóst­bræðra; syst­ir Mörtu, ömmu Jór­unn­ar Viðar tón­skálds. Anna var dótt­ir Pét­urs Guðjohnsen, dómorg­an­ista og kór­stjóra sem oft er nefnd­ur tón­listarfaðir Reykja­vík­ur.

 

Emil lærði á pí­anó hjá móður sinni og Kristrúnu Bene­dikts­son, lauk stúd­ents­próf­um 1917, cand. phil.-prófi í lista­sögu við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1918, lærði mál­aralist hjá Ásgrími Jóns­syni og síðar í Kaup­manna­höfn en mynd­ir eft­ir hann voru þá sýnd­ar í Char­lotten­borg. Þá stundaði hann tón­list­ar­nám í Leipzig og Dres­den 1920-24. Eft­ir það dvaldi hann í Reykja­vík.

 

Emil varð brátt helsti pí­anó­leik­ari í Reykja­vík, aðalpí­anó­leik­ari Rík­is­út­varps­ins og menn­ing­ar­rit­dóm­ari Morg­un­blaðsins um langt ára­bil. Hann var af­burðamaður sem tón­skáld, pí­anó­leik­ari, list­mál­ari, leik­rita­höf­und­ur og gagn­rýn­andi. Tón­verk hans munu þó halda nafni hans á lofti sem eins fremsta tón­skálds þjóðar­inn­ar. Meðal tón­verka hans eru Alþing­is­hátíðar­kantata, 1930; Íslands Hrafn­istu­menn, 1939; Hver á sér fegra föður­land, frum­flutt á lýðsveld­is­hátíðinni á Þing­völl­um 1944 og lög­in í Pilti og stúlku.

 

Emil lést í Reykja­vík 7. júlí 1944.


Morgunblaðið 16. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður