Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.06.2018 07:14

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands - 50 ára

 

 

 

 

Forseti  og  bikarmeistari

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands – 50 ára

 

Guðni Thorlacius Jó­hann­es­son fædd­ist 26. júní 1968 í Reykja­vík. Hann bjó fyrsta ævi­ár sitt á horni Ægis­götu og Mýr­ar­götu í Reykja­vík en flutt­ist síðan í Garðabæ (þá Garðahrepp) og ólst þar upp, nán­ar til­tekið á Blika­nesi á Arn­ar­nesi.

 

„Ég var mikið í íþrótt­um sem barn og ung­ling­ur og lék hand­bolta og blak með Stjörn­unni en var aldrei neitt sér­stak­ur.“ Þegar Guðni var síðan í námi á Englandi lék hann með skólaliðinu Warwick Jagu­ars og varð bikar­meist­ari Miðlanda­deild­ar­inn­ar, einn ör­fárra Íslend­inga sem hafa náð bikar­meist­aratign í boltaíþrótt á Englandi.

 

Guðni út­skrifaðist árið 1987 með stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. Hann stundaði nám í sögu og stjórn­mála­fræði við Warwick-há­skóla á Englandi og út­skrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Hann lærði um skeið þýsku í Bonn í Þýskalandi og nam rúss­nesku á ár­un­um 1993-1994 við Há­skóla Íslands. Guðni út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í sagn­fræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagn­fræði á ár­un­um 1998-1999 við Oxford-há­skóla á Englandi og út­skrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktors­prófi í sagn­fræði frá Qu­een Mary, Uni­versity of London.

 

Árin 2013-2016 var Guðni kenn­ari í sagn­fræði við Há­skóla Íslands, lektor, dós­ent og síðast pró­fess­or. Áður var hann lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík og stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann á Bif­röst og Uni­versity of London. Jafn­framt vann hann um ára­bil við af­leys­ing­ar á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

 

Guðni hef­ur skrifað fjölda sagn­fræðirita, meðal ann­ars um sögu þorska­stríðanna, um for­seta­embættið, um embætt­istíð Kristjáns Eld­járns, for­seta Íslands, ævi­sögu Gunn­ars Thorodd­sens og bók­ina Óvin­ir rík­is­ins en tvær þær síðast­nefndu voru til­nefnd­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna. Að auki hef­ur Guðni skrifað fjölda fræðigreina um sögu Íslands og samtíð og hef­ur hann hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir fræðistörf sín. Árið 2017 var hann sæmd­ur nafn­bót heiðurs­doktors við Qu­een Mary, Uni­versity of London.

 

Guðni var kjör­inn for­seti Íslands í for­seta­kosn­ing­un­um 25.6. 2016 með 39% at­kvæða og tók við embætt­inu 1.8. 2016. „Þetta er ábyrgðar­mikið embætti og ein­stak­ur heiður að fá að gegna því. Starfið er anna­samt og fjöl­breytt og einna skemmti­leg­ast að hitta fjölda fólks hvaðanæva af land­inu og fólk að utan líka.“

 

Guðni hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á íþrótt­um og hreyf­ingu og spil­ar fót­bolta einu sinni í viku með vin­um sín­um. „Ég fagnaði því að tvö ár eru liðin frá því að ég var kjör­inn for­seti með því að hlaupa frá Bessa­stöðum að Víf­ilsstaðavatni og til baka, reyni að fara þá fal­legu leið öðru hvoru. Af­mæl­inu verður fagnað með göngu upp á Helga­fell. Ég reyni líka að vera eins mikið og ég get með börn­un­um okk­ar og svo veit ég fátt skemmti­legra en að lesa hnausþykk­ar ævi­sög­ur. Lest­ur góðra bóka er líf mitt og yndi. Á nátt­borðinu er ég með bók eft­ir Timot­hy Snyder sem heit­ir Blood­lands og einnig Jón for­seti all­ur? eft­ir Pál Björns­son sagn­fræðing. Svo var ég að ljúka við Eins og ég er, end­ur­minn­ing­ar Önnu Kristjáns­dótt­ur.“

 

Í dag verður stór­leik­ur hjá ís­lenska karla­landsliðinu á HM. „Ég er hóf­lega bjart­sýnn en veit að liðið mun leggja sig allt fram. Maður biður ekki um meira en það og svo sjá­um við til hversu langt það dug­ar okk­ur. Hvernig sem fer meg­um við vera stolt af strák­un­um sem hafa vakið at­hygli víða um heim og fólk hef­ur orðið vitni að þeim krafti og seiglu sem get­ur búið í Íslend­ing­um.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Guðna er El­iza Reid, f. 5.5. 1976, ann­ar fram­kvæmda­stjóra Ice­land Writers Retreat, rit­list­ar­búða á Íslandi. Hún sinn­ir auk þess marg­vís­leg­um verk­efn­um og skyld­um sem fylgja því að vera maki for­seta Íslands. For­eldr­ar henn­ar: All­i­son Jean Reid (f. Brown), f. 20.4. 1947, dag­móðir og hús­móðir, og James Hugh Camp­bell Reid, f. 14.2. 1948, kenn­ari í ensk­um bók­mennt­um við fram­halds­skóla og Carlet­on Uni­versity í Ottawa. Bæði sest í helg­an stein. Fyrri maki er Elín Har­alds­dótt­ir, f. 3.8. 1969, lista­kona og viðskipta­fræðing­ur.

 

Börn: Rut Guðna­dótt­ir, með El­ínu, f. 12.8. 1994, meist­ara­nemi í rit­list við Há­skóla Íslands; með El­izu: Duncan Tind­ur Guðna­son, f. 2.10. 2007; Don­ald Gunn­ar Guðna­son, f. 18.9. 2009; Sæþór Peter Guðna­son, f. 9.7. 2011, og Edda Mar­grét Reid, f. 20.8. 2013.

 

Bræður Guðna eru Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, f. 7.7. 1972, íþrótta­fræðing­ur og hand­boltaþjálf­ari, og Jó­hann­es Jó­hann­es­son, f. 19.12. 1979, þjón­ustu- og rekst­ar­sviðsstjóri hjá WuXi NextCODE Genomics.

 

For­eldr­ar Guðna: Hjón­in Mar­grét Thorlacius, f. 28.5. 1940, fyrr­ver­andi kenn­ari og rit­stjóri, bús. í Garðabæ, og Jó­hann­es Sæ­munds­son, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþrótta­kenn­ari og þjálf­ari.

 

 
Morgunblaðið þriðjudagurinn 26. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður.