Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.06.2018 06:38

Hallgrímur Sveinsson er 78 ára í dag - 28. júní 2018

 

 

Hallgrímur Sveinsson. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

 

 

Hallgrímur Sveinsson

 

er 78 ára í dag - 28. júní 2018

 

 

Léttadrengurinn,  Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði, er 78 ára í dag,  28. júní 2018.Hallgrímur Sveinsson er f.v. kennari og skólastjóri á Þingeyri og einnig Hrafnseyri.

 

Hallgrímur Sveinsson var í áratugi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og hefur flestum öðrum mönnum fremur á síðari áratugum haldið nafni Jóns Sigurðssonar  forseta, sögu hans og arfleifð á lofti. Hann og eiginkona hans, Guðrún Steinþórsdóttir, bjuggu á Hrafnseyri í rúm 40 ár, ráku þar fjárbúskap og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.


 

Undir nafni Vestfirska forlagsins hefur Hallgrímur í um tuttugu ára skeið gefið út fjölda bóka, sem langflestar eru helgaðar vestfirsku efni með einum eða öðrum hætti.

 

Vestfirska forlagið hefur á síðari árum gefið út allt upp í tuttugu og þrjá titla á ári og er heildarfjöldi titla samtals um 350.


 

Útgáfustarfið í þágu vestfirskra fræða og vestfirskra málefna er og hefur verið brennandi áhugamál Hallgríms en ekki gróðavegur. 


Vinir alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hafa átt sérlega gott samstarf við Hallgrím Sveinsson og Vestfirska forlagið á liðnum árum sem við þökkum fyrir. 


 

 Skráð af Menningar-Staður.