Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.07.2018 07:28

"Menning bætir mannlífið"

 


Á Laug­ar­nesi í Reykjavík.

Hlíf við heim­ili móður sinn­ar og safnið sem helgað er

verk­um föður henn­ar, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar frá Eyrarbakka. 

 

 

„Menning bætir mannlífið“

 

 

• Sumartónleikaröð í safni Sigurjóns Ólafssonar

frá Eyrarbakka haldin þrítugasta árið í röð 

• Gítarleikur áberandi að þessu sinni

 

Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar stend­ur fyr­ir röð sum­ar­tón­leika í sum­ar líkt og fyrri ár. Safnið fagn­ar 30 ára starfsaf­mæli í ár og eru sum­ar­tón­leik­arn­ir jafn­aldra safn­inu. Má segja að þema tón­leik­anna í ár sé gít­ar­leik­ur, þótt það hafi raðast þannig fyr­ir ein­skæra til­vilj­un, að sögn Hlíf­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur, dótt­ur Sig­ur­jóns og eins aðstand­enda tón­leik­anna. Hún seg­ir sal­inn henta afar vel fyr­ir gít­ar­leik.

 

Tón­elsk fjöl­skylda

Rík tón­list­ar­hefð er í hús­inu á Laug­ar­nestang­an­um sem hýs­ir í dag safn mynd­höggv­ar­ans Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar frá Eyrarbakka. Húsið var áður heim­ili Sig­ur­jóns auk þess sem það hýsti vinnu­stofu hans að hluta til. Börn­in hans fjög­ur ólust þar upp og spiluðu öll á hljóðfæri, að sögn Hlíf­ar: „Þetta var mikið tón­list­ar­heim­ili og var tón­list­in órjúf­an­leg­ur part­ur af þessu húsi,“ seg­ir hún.

 

Sig­ur­jón dó árið 1982 og stofnaði ekkja hans, Birgitta Spur, safn utan um verk hans í hús­inu nokkr­um árum síðar. Öll börn Sig­ur­jóns og Birgittu stunduðu tón­list­ar­nám og þrjú þeirra lögðu tón­list­ina fyr­ir sig. Hlíf er fiðluleik­ari og Freyr bróðir henn­ar flautu­leik­ari á Spáni. Ólaf­ur, elsti bróðir þeirra, var selló­leik­ari í sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Mal­mö en hef­ur nú snúið sér að öðru.

 

Færa Ísland nær um­heim­in­um

Að sögn Hlíf­ar var ákveðið að blása til sum­ar­tón­leika á fyrsta opn­un­ar­ári safns­ins. „Það var bara ekk­ert um að vera í Reykja­vík á sumr­in á þeim tíma. Við sáum þarna mögu­leika á að kynna safnið og miðla bæði mynd­list og tónlist á sama tíma,“ seg­ir hún.

 

Í gegn­um tíðina hafa þau systkin nýtt tengsl sín inn­an tón­list­ar­heims­ins til að fá kunn­ingja og koll­ega að utan til að koma að spila á tón­leik­un­um. „Það hef­ur verið okk­ar mark­mið að færa landið nær um­heim­in­um og öf­ugt. Við vilj­um sjá til þess að tón­list­arunennd­ur heyri ekki aðeins í þeim fræg­ustu held­ur kynn­ist einnig öðrum minna þekkt­um.“

 

Mik­il aðsókn frá tón­listar­fólki

Að sögn Hlíf­ar hef­ur áhugi tón­list­ar­manna á að halda tón­leika í safn­inu alla tíð verið mik­ill. „Við höf­um opið um­sókn­ar­ferli og fáum iðulega um og yfir 40 um­sókn­ir,“ seg­ir Hlíf. „Þá gæt­um við þess að hafa fjöl­breytni í vali á flytj­end­um og efn­is­skrám. Það er þessi fjöl­breytta flóra sem er svo nauðsyn­leg fyr­ir hvern gró­anda. Ásamt því að gefa ung­um og óþekkt­um tæki­færi í bland við áhuga­verða og svo þá þekkt­ari.“ Meðal þekktra nafna á dag­skránni í sum­ar má nefna gít­artríóið Guit­ar Isl­ancio og danska verðlaunagít­ar­leik­ar­ann Søren Bød­ker Madsen.

 

 

Lif­andi staðsetn­ing

Staðsetn­ing húss­ins þykir henta vel fyr­ir tón­leika, þar sem lif­andi flutn­ing­ur­inn fær að njóta sín í námunda við öldu­rótið. Hlíf tel­ur að tón­leika­hald standi á kross­göt­um því mjög auðvelt aðgengi er að alls kon­ar tónlist á sta­f­rænu formi. Hún seg­ir þó ekk­ert koma í stað lif­andi flutn­ings. „Hug­sjón okk­ar er að gefa fólki tæki­færi til að hlýða á lif­andi tón­listar­flutn­ing í þessu fal­lega um­hverfi. Ná­lægðin og upp­lif­un­in, það er al­veg sér­stakt og ekk­ert kem­ur í stað þess.“

 

Aðstand­end­ur safns­ins hlakka til sum­ars­ins og vona að það birti til með sumr­inu. „Við treyst­um því að veðurguðirn­irn­ir verði okk­ur hliðholl­ir og við fáum dá­sam­legt út­sýni og sól­ar­lag. Menn­ing bæt­ir mann­lífið, við meg­um ekki gleyma því,“ seg­ir Hlíf.

 

Fyrstu tón­leik­arn­ir verða þriðju­dag­inn 3. júlí kl. 20.30, en þar mun gít­ar­leik­ar­inn Reyn­ir Hauks­son flytja suðræna tóna frá Andal­ús­íu.


Sjá allt sumarið:


http://www.lso.is/tonl/Baekl_HR18.pdfSigurjón Ólafsson 

 

fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Fyrstu tilsögn í myndlist hlaut hann hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listnáminu lauk Sigurjón sveinsprófi í húsamálun frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1927 og ári síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf nám í Konunglegu Akademíunni hjá prófessor Utzon-Frank. Námið sóttist honum vel og haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttu af Verkamanni, (LSÓ 1017) sem nú er í eigu Listasafns Íslands. Sigurjón hlaut skjótan frama erlendis, og eftir námsdvöl í Rómaborg 1931−32 og lokapróf frá Akademíunni árið 1935 var hann talinn meðal efnilegustu myndhöggvara yngri kynslóðarinnar í Danmörku.Verk Sigurjóns frá Danmerkurtímanum vekja enn forvitni og áhuga manna. Má þar nefna Saltfiskstöflun, styttur af Fótboltamönnum (1936−37), (LSÓ 247LSÓ 004 , LSÓ 005) auk abstraktverka eins og Maður og kona (1939) sem olli deilum á sínum tíma í Danmörku. Fyrir portrettið Móðir mín (1938) hlaut Sigurjón hin eftirsóttu Eckersberg-verðlaun. Afsteypa af því verki er til í ríkislistasöfnunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og í Listasafni Íslands. Á árunum 1941−44 vann Sigurjón að stærsta verki sínu í Danmörku, tveimur granítstyttum fyrir ráðhústorg Vejleborgar, (LSÓ 1062LSÓ 1063) sem í upphafi ollu miklum deilum, en í dag eru álitin snjöll og áhrifarík.

 

Þegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi. Auk þess var hann talinn einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og í Reykjavík eru eftir hann á annan tug útilistaverka og veggskreytinga. Stærst verka hans er án efa lágmyndirnar ástöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar sem hann vann á árunum 1966−69, en þekktari eru ef til vill Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðrik við Lækjargötu, og Íslandsmerki á Hagatorgi.Auk hinna hefðbundnu verkefna vann Sigurjón alltaf frjáls verk þar sem hugmyndaflug og tilraunir með efni og form fengu að ráða. Þannig eru allar steinmyndir hans frá 1946−56 frjáls verk og ekki gerð eftir pöntunum. Mörg þeirra eru nú í eigu safna og opinberra aðila.Sigurjón vann í afar fjölbreyttan efnivið; leir, gifs, tré, málma, stein og steinsteypu. Síðustu ár ævinnar notaði listamaðurinn oft tré eða rekavið í verk sín.

Sigurjón lést í Reykjavík í desember 1982 og hvílir í Eyrarbakkakirkjugarði.


 Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson

(1908 - 1982)Skráð af Menningar-Staður