Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.07.2018 09:10

Merkir Íslendingar - Gísli Oddsson

 

 
Skálholtsdómkirkja Brynjólfs Sveinssonar.
 

 

Merkir Íslendingar - Gísli Oddsson

 

Gísli Odds­son bisk­up fædd­ist árið 1593. Ekki er getið í heim­ild­um hvar, en faðir hans, Odd­ur Ein­ars­son, f. 1559, d. 1630, var þá orðinn bisk­up í Skál­holti. Móðir Gísla og eig­in­kona Odds var Helga Jóns­dótt­ir, f. 1567, d. 1662.

 

Gísli lærði í Skál­holts­skóla og inn­ritaðist í Kaup­mann­ar­hafn­ar­há­skóla 8.10. 1613 og var þar í tvö ár.

 

Gísli var kirkjuprest­ur í Skál­holti 1616-1618 og rektor í Skál­holti 1620-21. Hann var prest­ur í Staf­holti í Borg­ar­f­irði 1622 og Holti und­ir Eyja­fjöll­um 1623. Hann varð aðstoðarmaður föður síns 1629 og kjör­inn bisk­up í Skál­holti á Alþingi 29.6. 1631. Hann fór síðan til Kaup­manna­hafn­ar og fékk staðfest­ingu kon­ungs 10.1. 1632, vígðist þá um vet­ur­inn og kom aft­ur heim um vorið.

 

Gísli var vel liðinn og lít­il­lát­ur, kraftamaður hinn mesti, tal­inn drykk­felld­ur en fór vel með áfengi. Hann beitti sér fyr­ir versl­un­ar­mál­um lands síns þegar hann fór út 1631, og fékk góða áheyrn, og einnig í öðrum efn­um síðar var hann á verði fyr­ir hönd lands­manna. Hann var vel að sér í ís­lensk­um fræðum og kirkju­lög­um og orti kvæði bæði á ís­lensku og lat­ínu.

 

Rómuð var þekk­ing Gísla á nátt­úru­vís­ind­um og skrifaði hann tvær rit­gerðir um þau efni, „De mira­bili­bus Islandiæ“ og „Anna­li­um farrago“. Í fyrr­nefndu rit­gerðinni er að finna mik­inn fróðleik um ýmis fyr­ir­brigði á himn­um og þjóðtrú Íslend­inga á 17. öld. Hún ber þess merki að vera rituð und­ir áhrif­um raun­hyggju, en er jafn­framt gegn­sýrð eldri heims­mynd.

 

Gísli kvænt­ist 1622 Guðrúnu Björns­dótt­ur, d. 1633. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Björn Bene­dikts­son, sýslumaður á Munkaþverá í Eyjaf­irði, og Elín Páls­dótt­ir, dótt­ir Staðar­hóls-Páls. Gísli og Guðrún áttu ekki börn, sem lifðu. Áður hafði Gísli átt laun­barn með Gróu Eyj­ólfs­dótt­ur, prests í Görðum á Akra­nesi, Arnþórs­son­ar, en það dó ungt.

 

Eft­ir­maður Gísla á bisk­ups­stóli var Brynj­ólf­ur Sveins­son sem fæddur var að Holti í Önundarfirði.

 

Gísli lést á Þing­völl­um 2. júlí 1638.
 

 

Brynjólfsdómkirkja í Skálholti.        Morgunblaðið mánudagurinn 2. júlí 2018.


 


Skráð af Menningar-Staður