Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.07.2018 07:20

Mikill áhugi á Strandmenningarhátíðinni 2018

 

 

 

 

Mikill áhugi á Strandmenningarhátíðinni 2018

 

Nor­ræna strand­menn­ing­ar­hátíðin verður nú hald­in í sjö­unda sinn á Siglufirði dagana 4. - 8. júlí 2018, en það eru Vita­fé­lagið-Íslensk strand­menn­ing, Síld­ar­minja­safn Íslands og Fjalla­byggð sem standa að hátíðinni í sam­vinnu við Þjóðlaga­hátíð.

 

Á hátíðinni verður sungið, smíðað og þæft, unnið með roð, rekavið, ull og net, mynd­ir sýnd­ar og járnið hamrað. Einnig verður dansað, leikið og málþing hald­in.

 

Mik­ill áhugi er á hátíðinni bæði hér­lend­is og er­lend­is en þátt­tak­end­ur koma frá öll­um Norður­lönd­un­um. Nú hef­ur fólk frá Króa­tíu óskað eft­ir að fá að upp­lifa hátíðina og sýna jafn­framt brot af eig­in strand­menn­ingu.

 

Norðmenn, sem þykja þjóða fremst­ir í varðveislu, nýt­ingu og ný­sköp­un á menn­ing­ar­arf­in­um, sigla skip­inu M/?S Gamle Oksøy til Siglu­fjarðar hlöðnu minni bát­um og sýn­ing­ar­grip­um. Dan­ir miðla sögu freigát­urnn­ar Jyl­l­and sem færði okk­ur Íslend­ing­um stjórn­ar­skrána á sín­um tíma, og í sam­starfi við Bohuslän Muse­um í Uddevalla í Svíþjóð verður sögu­sýn­ing á Síld­ar­minja­safn­inu um síld­veiðar Svía við Íslands­strend­ur. Einnig á að kynna ólík­ar skandi­nav­ísk­ar út­færsl­ur á síld­ar­rétt­um og bjóða hátíðargest­um að bragða á. Græn­lend­ing­ar senda bæði söng- og leik­listar­fólk.

 

Sigl­firsk­ar síld­ar­stúlk­ur ætla að standa vörð um gömlu verkþekk­ing­una og salta síld á plan­inu við Róalds­brakka og boðið verður upp á báta­smíðanám­skeið í gamla Slippn­um og málþing fer fram um varðveislu og viðhald báta.

 

Þátt­taka Íslend­inga verður fjöl­breytt og má nefna sigl­inga­klúbba lands­ins, eldsmiði og hand­verks­fólk sem vinn­ur með ull, roð, æðard­ún o.fl. Báta­smiðir verða við vinnu, ljós­mynda­klúbb­ur Fjarðabyggðar verður með sýn­ingu í Sauðanes­vita og börn­in fá stefnu­mót við hafið.

 

 

.

 

 

Vitar Íslands í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður.