Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.07.2018 08:59

Menningarráð Hrútavinafélagsins á fundi

 


Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á fundinum í gær.
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Einar Loftur Högnason og Jóhann Páll Helgason.


 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins á fundi

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars kom saman til fundar í gær, þriðjudaginn 3. júlí 2018, í Bókakaffinu á Selfossi.


Sérstakur gestur Menningarráðsins var séra Þórir Stephensen, f.v. dómkirkjuprestur í Reykjavík . Hann er kominn af Holtsprestum í Önundarfirði eins og fleiri mætir Íslendingar svo sem Jón Sgurðsson, frelsishetja og forseti og Vigdís Finnbogadóttir, f.v. forseti Íslands.


Andi Hafliða heitins Magnússonar (1935 - 2011) sveif yfir vötnum en hann var virkur meðlimur í Menningarráði Hrútavina.


Á fundinum fór fram greining þess liðna og margþætt stefnumótun að hætti Hrútavina.


 

 

Standandi er séra Þórir Sthepensen f.v. dómkirkjuprestur í Reykjavík og

sitjandi eru f.v.  Einar Loftur Högnason og Jóhann Páll Helgason.

 

 

Gleðistund með Hafliða Magnússyni í Bókakaffinu á Selfossi

þann 18. maí 2011. 


Hafliði lést þann 25. júní 2011 og var jarðsettur á Bíldudal 2. júlí 2011.

Minningarathöfn fór fram í Laugardælakirkju 30. júní 2011. 
 

Prestur við báðar athafnirnar var séra Egill Hallgrímsson í Skálholti.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.