Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.07.2018 09:35

Ísjakarnir á leið út Húnaflóa

 


Stóri jakinn á Húnaflóa og trilla lengst til hægri.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Ísjakarnir á leið út Húnaflóa

 

Ísjakarnir í Húnaflóa eru nú báðir á leið út flóann. Annar þeirra er nú mun stærri en hinn og stefnir hraðbyri út á rúmsjó og varð hans vart við bæinn Björg í fyrradag. Sá minni fór mun hægar yfir og var sama dag við Örlygsstaði, nær Skagaströnd þar sem hann virtist hafa strandað.

 

Stóran borgarísjaka, um 120 til 130 metra á lengd og breidd, rak inn Húnafjörð í síðustu viku. Síðar velti hann sér og brotnaði í tvo. Sjaldgæft er að mikill hafís sé á svæðinu á þessum árstíma.

 

Nokkur fjöldi ferðamanna virti jakana fyrir sér og tók af þeim myndir frá landi. Varað er við siglingum upp við stóra ísjaka þar sem þeir geta velt sér snögglega og komið af stað stórum bylgjum.


Menningar-Staður var við Húnaflóa og færði stærri jakann til myndar áður en hann brotnaði. Litil trilla var á siglngu vuð jakann eins og sjá má er hún lítil í samanburði við ísjakann.


 

.

Ísjakinn og hér er trillan lengst til vinstri.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður