Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2018 16:37

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 


Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði á síðustu helgi.
 

 

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 

• Veiðar farið ágætlega af stað í sumar,

segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals

 

 

22 langreyðar hafa veiðst í sum­ar frá því veiðar hóf­ust 20. júní sl. sagði Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. í sam­tali við mbl.is í gær. Kristján seg­ir hval­veiðar hafa farið ágæt­lega af stað í sum­ar þótt veður hafi verið erfitt og skyggni slæmt á fyrstu þrem­ur vik­um hval­veiða.

 

„Þetta hef­ur gengið svona upp og niður. Skyggnið hef­ur verið erfitt og ann­ar bát­anna fór af stað held­ur seinna en áætlað var,“ sagði Kristján. Hval­ur 9 var skipið sem var sjó­sett seinna vegna þess að bið eft­ir vara­hlut­um var lengri en gert var ráð fyr­ir.

 

Þegar Kristján ræddi við mbl.is í gær stefndu bát­arn­ir á miðin eft­ir að hafa legið við bryggju í Hval­f­irði síðustu tvo sól­ar­hringa á und­an. Hef­ur mesta veiðin það sem af er verið suðvest­ur af Garðskaga að sögn Kristjáns.

 

Tæp­lega 200 dýra veiðiheim­ild

 

Hval­ur hf. hef­ur heim­ild­ir til þess að veiða tæp­lega 200 dýr á þessu ári. Eft­ir að búið er að gera að hvöl­un­um, er kjötið geymt í frysti á meðan það bíður út­flutn­ings. Kjötið verður vænt­an­lega selt til Jap­an í haust, að því er fram kem­ur í sam­tali Kristjáns við mbl.is í lok júní.

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 11. júlí 2018.

 

.

.

 

.

.

 
Tveir hvalbátar sem búið er að leggja eru upp í fjöru rétt innan við Hvalstöðina.

 Skráð af Menningar-Staður.