Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.07.2018 21:04

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

 "Nú þegar við erum að komast í gírinn, og getum nálgast

málin með þessum hætti, getum við unnið miklu hraðar.

Áður var hugsunin sú að fara land úr landi eftir því sem

okkar stjórnunarteymi réð við. Með því að vinna þetta út

frá vörumerkjasamningum má segja að viss flöskuháls sé

úr vegi varðandi hversu hratt við getum farið í önnur lönd,“

segir Ari Edwald. 

 

 

Ljósm.: Morgunblaðið/

Kristinn Magnússon.

 

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar (MS), seg­ir sölu á skyri í Rússlandi ganga von­um fram­ar.

Pant­an­ir hafi streymt inn og fleiri versl­ana­keðjur sett sig í sam­band við fram­leiðand­ann en reiknað var með.

 

Áformað er að fram­leiða sem nem­ur tvö­faldri ársneyslu á Íslandi inn­an þriggja ára. Þá hef­ur verið samið við dótt­ur­fé­lag jap­anska stór­fyr­ir­tæk­is­ins Nippon um dreif­ingu á skyri í Jap­an. Hyggst Nippon nota skyrið sem stökkpall að aukn­um um­svif­um í mjólk­ur­geir­an­um.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), segir raunhæft að nýtt dótturfélag MS, Ísey Exports, muni innan fárra ára hafa milljarð í framlegð á ári vegna sölu á skyri erlendis. Meðal annars streymi inn pantanir í Rússlandi eftir vel heppnaða kynningu eftir leik Íslands og Argentínu á HM.

 

Þann 1. júlí 2018 tók til starfa nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar (MS), Ísey Exports, um sölu á skyri á erlenda markaði. Stefnt er að því að stórauka þessi umsvif á næstu árum. Með nýrri nálgun, vörumerkinu Ísey skyr, á að sækja hraðar á nýja markaði.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að með stofnun Ísey Exports sé búið að skipta upp starfseminni utanlands og innanlands á skýran hátt. MS hafi notað margvísleg módel í erlendum viðskiptum og við  útflutning síðan sú starfsemi hófst um 2008. Sjá nánar Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. júlí 2018.

_______________________________________________________________________________

 

Gjörum kunnugt þeim sem málin gleðja:

.
Nú sigrað hefur skyrið heim
segja má það öllum.
Að umgjörðin er öflug þeim
í önfirskum fjöllum.

.

.

.

.

Önfirsku fjöllin f.v.: Þorfinnur Stakkur og Sporhamar.

.

Skráð af Menningar-Staður