Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.07.2018 06:46

Merkir Íslendingar - Ingvar Guðjónsson

 

 

Ingvar Guðjónsson (1888 - 1943). 

 

 

Merkir Íslendingar - Ingvar Guðjónsson

 

Ingvar Jónadab Guðjóns­son fædd­ist 17. júlí 1888 að Neðra-Vatns­horni á Vatns­nesi, V-Hún.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðjón Helga­son, f. 1864, d. 1940, bóndi, síðar verk­stjóri hjá Ásgeiri Pét­urs­syni kaup­manni og fiski­matsmaður, ættaður úr Vopnafirði, og Krist­ín Árna­dótt­ir, f. 1868, d. 1923, frá Hörgs­hóli.

 

Ingvar var elst­ur átta systkina og fór á barns­aldri til vanda­lausra og ólst upp á ýms­um stöðum í Húna­vatnsþingi. Hann fór fyrst til sjóróðra suður í Hafn­ir í Gull­bringu­sýslu, er hann var 17 ára og fór gang­andi að norðan. Ingvar hóf for­mennsku árið 1909 og 1915 tók hann far­manna­próf við Stýri­manna­skól­ann. Árin 1916-1920 rak hann út­gerð í fé­lagi við fyrr­nefnd­an Ásgeir og var skip­stjóri á skip­um sem þeir áttu sam­an.

 

Ingvar hóf síld­ar­sölt­un árið 1920 og lok 3. ára­tug­ar­ins var hann orðinn stærsti síld­ar­salt­andi á Norður­landi. Ein skýr­ing­in er tal­in vera sú að hann bjó skip sín bet­ur að veiðarfær­um og öðrum búnaði en flest­ir aðrir. Hann fékk því hæfa skip­stjórn­ar­menn til liðs við sig og skip hans voru ætíð meðal þeirra sem mest öfluðu. Mest­ur var út­flutn­ing­ur hans árið 1932, næst­um 50.000 tunn­ur.

 

Ingvar var þó ekki ein­ung­is í síld því hann sótti einnig þorskveiðar með góðum ár­angri. Skip sín bjó Ingvar frá Ak­ur­eyri og var þar bú­sett­ur að mestu en nær all­an síld­ar­feng sinn lagði hann upp á Sigluf­irði. Hann stundaði einnig mikla rækt­un á jörðinni sinni, Kaupangi í Eyjaf­irði. Ingvar var hjálp­sam­ur og gaf stór­fé til menn­ing­ar­mála, svo sem barna­heim­ila og kirkna.

 

Ingvar kvænt­ist 1918 Ólafíu Hafliðadótt­ur en þau skildu. Dótt­ir þeirra var Krist­ín, f. 1918. Önnur börn Ingvars: Björn, f. 1917, Helga, f. 1924, Hulda, f. 1926, Gunn­ar, f. 1930, Hjör­dís, f. 1932, Inga, f. 1933, og Sig­urður, f. 1935, allt hálf­systkin. Öll eru þau lát­in nema Inga.

 

Ingvar lést 8. des­em­ber 1943.Morgunblaðið 17. júlí 2018.


 


Skráð af Menningar-Staður