Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.07.2018 06:53

SUMARTÓNLEIKAR 17. júlí 2018 - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

 

Sigrún, Elena og Kristín.

 

 

 SUMARTÓNLEIKAR 17. júlí 2018

 

- Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

 

Þriðjudaginn 17. júlí - kl. 20:30

 

„Í dag skein sól“

 

Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, 

Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran

og Elena Postumipíanóleikari

 


Í dag skein sól“
 

Söng­lög eftir Pál Ísólfss­on, Jón Leifs, Emil Thorodd­sen, Edvard Grieg

og fleiri tón­skáld sem öll lærðu eða störf­uðu í Leipzig,

og eru flytj­end­urn­ir þar í námi og starfi.

 


Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund.

 

Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar. 

 

Kristín Einarsdóttir Mäntylä

söng í kórum Langholtskirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söngkennslu. Sem meðlimur Graduale Nobili söng hún á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Biophilia árið 2011 sem leiddi til tveggja ára tónleikaferðalags víða um heim.

Hún útskrifaðist úr Söngskóla Reykjavíkur árið 2013 hjá Hörpu Harðardóttur og hóf haustið 2014 söngnám hjá Reginu Werner-Dietrich við Tónlistarháskólann í Leipzig.

Kristín hlaut árið 2016 verðlaun Junge Stimmen Leipzig og var í ár valinn Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig og styrkþegi Yehudi Menuhin, Live Music Now Leipzig. Síðastliðinn vetur söng hún í óperunni í Leipzig sem fylgdarsveinn í Töfraflautunni og blómastúlka í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Í vor fór hún með hlutverk Nireno í óperunni Júlíus Cesar eftir Händel í tónlistarháskólanum í Leipzig og í óperunni í Dessau. Í nóvember mun Kristín syngja hlutverk Óla Lokbrár í uppfærslu íslensku óperunnar á Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck.

 

Sigrún Björk Sævarsdóttir

stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík árin 2009–2013 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Samhliða því nam hún verkfræði við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist með BSc gráðu í Heilbrigðisverkfræði vorið 2012. Hún hóf nám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Leipzig 2013 hjá KS. R. Schubert og lauk meistaranámi í október 2016. Nú stundar hún nám í meistaradeild skólans.

 

Sigrún kemur reglulega fram sem einsöngvari í kirkjulegum verkum, á ljóðatónleikum og með hljómsveitum. Meðal óperuhlutverka hennar eru Barbarina í Brúðkaupi Fígarós, Alcina í töfraóperunni Spuk im Händelhaus og Saad og Banjospielerin í Schahrazade, allt við óperuhúsið í Halle. Við óperuna í Leipzig söng hún hlutverk fylgdarsveins í Töfraflautunni og kom fram á jólatónleikum óperunnar. Í uppfærslum háskólans hefur hún sungið hlutverk Ännchen í Der Freischütz og hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni í Jena og Leipzig. Árið 2017 var hún valin Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig.

 

Elena Postumi

er fædd og uppalin á Ítalíu. Fimm ára byrjaði hún að læra á píanó og tólf ára hóf hún nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna. Árið 2014 útskrifaðist hún með einleikarapróf frá Conservatorio Santa Cecilia í Róm undir handleiðslu Elisabetta Pacelli, og með meistaragráðu í kammermúsik árið 2016. Árið 2015 var hún í skiptinámi við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalcz og Hanns-Martin Schreiber. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða, meðal annars hjá Genevieve Ibanez, Bruno Canino og Phillip Moll. Nú stundar hún meistaranám við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalcz.

 

Elena hefur komið víða fram sem einleikari og meðleikari og hún hefur einnig getið sér gott orð sem tónskáld. Í janúar í ár fékk Elena sérstök verðlaun sem besti meðleikarinn í keppni sem kennd er við Albert Lortzing og haldin var á vegum Tónlistarháskólans í Leipzig.

 

 

Listasafn Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.