Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.07.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Guðmundur Guðmundarson

 

 

Guðmundur Guðmundarson (1920 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Guðmundarson

 

Guðmund­ur Guðmund­ar­son fædd­ist 18. júlí 1920 á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar hans voru Ragn­heiður Lár­us­dótt­ir Blön­dal, f. 1875, d. 1957, hús­freyja, og Guðmund­ur Guðmunds­son, f. 1876, d. 1967, kaup­fé­lags­stjóri á Eyr­ar­bakka. Guðmund­ur var yngst­ur níu systkina og sá síðasti sem fædd­ist í Hús­inu á Eyr­ar­bakka þar sem fjöl­skyld­an bjó.

 

Guðmund­ur braut­skráðist frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1938 og hlaut þá sér­stök rit­gerðar­verðlaun. Hann hóf skrif­stofu­störf hjá Héðni hf. og vann þar síðar sem aðal­gjald­keri til árs­ins 1956. Hann var meðeig­andi í Hljóðfæra­versl­un Sig­ríðar Helga­dótt­ur 1947-1964 og fram­kvæmda­stjóri þar 1956-58, fram­kvæmda­stjóri og meðeig­andi Lindu­um­boðsins frá 1958 og síðar eig­andi og fram­kvæmda­stjóri heild­versl­un­ar­inn­ar ABC hf.

 

Guðmund­ur var gjald­keri í stjórn Heimdall­ar 1937-45, í stjórn styrkt­ar- og sjúkra­sjóðs VR frá 1964 í mörg ár, gjald­keri í um­dæm­is­stjórn Li­ons 1963-64, formaður Li­ons­klúbbs Ægis 1969, var í fyrstu stjórn Fé­lags aldraðra, í stjórn SÍBS frá 1962 og rit­ari þar frá 1974 í mörg ár. Hann sat í stjórn Múla­lund­ar frá 1963 og var stjórn­ar­formaður þar frá 1972 í mörg ár.

 

Guðmund­ur var hagyrðing­ur og samdi m.a. gaman­vís­ur fyr­ir Bláu stjörn­una, texta við spænsk barna­lög sem dótt­ur­dótt­ir hans, Katla María, söng inn á hljóm­plöt­ur og texta við lagið Bella síma­mær.

 

Um þrjá­tíu ára skeið skrifaði Guðmund­ur grein­ar í Morg­un­blaðið þar sem hann gagn­rýndi órímaðan kveðskap, atóm­ljóðin svo­kölluðu, en hon­um fannst slík­ur kveðskap­ur ekki verðskulda að kall­ast ljóð.

 

Guðmund­ur var kvænt­ur Gróu Helga­dótt­ur, f. 17.4. 1917, d. 13.1. 1988, pí­anó­kenn­ara.

Börn þeirra eru:
Helga Sesselja, f. 1945, Guðmund­ur Steinn, f. 1948, og Sig­urður Ingi, f. 1949.

 

Guðmund­ur lést 16. desember 2009.Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. júlí 2018.

 

 
 Skráð af Menningar-Staður.