Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.07.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Sigurður Helgason

 


Sigurður Helgason (1921 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Helgason

 

 

Sig­urður Helga­son fædd­ist 20. júlí 1921 í Reykja­vík.

For­eldr­ar hans voru Helgi Hall­gríms­son, f. 1891, d. 1979, full­trúi og k.h. Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir, f. 1890, d. 1970, kenn­ari.

 

Sig­urður lauk námi í viðskipta­fræðum frá Col­umb­ia-há­skóla í New York árið 1947. Hann var fram­kvæmda­stjóri Orku hf. og Steypu­stöðvar­inn­ar 1948-61, vara­formaður stjórn­ar Loft­leiða hf. 1953-74, fram­kvæmda­stjóri Loft­leiða í New York 1961-74, fram­kvæmda­stjóri Flug­leiða hf. 1974-79 og for­stjóri Flug­leiða hf. 1979-84. Hann var síðan stjórn­ar­formaður Flug­leiða til árs­ins 1991. Hann sat í stjórn Car­golux í Lúx­em­borg 1977-86, þar af sem vara­formaður árin 1980-86.

 

Sig­urður sat í stjórn In­ternati­onal Hou­se í New York frá 1986, var meðlim­ur Wings Club í New York frá 1962 og sat í stjórn 1972-75. Hann var formaður Íslensk-am­er­íska fé­lags­ins 1975-87, í Rot­ary­klúbbi Reykja­vík­ur frá 1978, í full­trúaráði Landa­kots­spít­ala 1979-90, í stjórn American Scandi­navi­an Foundati­on í New York 1970-75 og frá 1982, stjórn­ar­formaður Álafoss hf. 1986-91, stjórn­ar­maður í Versl­un­ar­ráði Íslands 1982-91, í fram­kvæmda­stjórn VSÍ 1978-87, í lands­nefnd Alþjóðaversl­un­ar­ráðsins 1984-91, í stjórn­ar­nefnd Alþjóðasam­taka flug­fé­laga (IATA) 1988-90 og Sam­taka Evr­ópuflug­fé­laga 1979-90 og sat í stjórn The Must­ique Comp­any og formaður fjár­hags­nefnd­ar þess fé­lags 1994-98. Hann sat einnig í stjórn Stang­veiðifé­lags­ins Hofs­ár ehf. frá ár­inu 1999.

 

Sig­urður varð heiðurs­borg­ari Winnipeg 1965, hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1972, Grand Officier af Chè­ne-orðuna í Lúx­em­borg 1986, gull­merki Flug­mála­fé­lags Íslands 1986 og Harry Ed­monds-viður­kenn­ingu In­ternati­onal Hou­se 2007.

 

Eig­in­kona Sig­urðar var Unn­ur Haf­dís Ein­ars­dótt­ir, f. 20.2. 1930, d. 1.10. 2005, hús­móðir. Börn þeirra eru Ólöf, Edda Lína, Helgi og Sig­urður Ein­ar.

 

Sig­urður lést 8. fe­brú­ar 2009


Morgunblaðið föstudagurinn 20. júlí 2018.

 


Skráð af Menningar-Staður.