Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.07.2018 08:25

Biskup Íslands vígir sr. Kristján Björnsson til vígslubiskups

 

 

Skálholtsdómkirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Biskup Íslands vígir Eyrarbakkaprestinn

 

sr. Kristján Björnsson til vígslubiskups í Skálholti

 

 

Í dag á Skálholtsshátíð 22. júlí 2018 vígir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Eyrarbakkaprestinn sr. Kristján Björnsson, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju.

 

Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn. Prestar og biskupar ganga hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borgarfirði með þessari kirkjugöngu.

 

Eftir vígslumessuna, sem er opin öllum, býður biskup Íslands til kaffiveitinga í Skálholtsskóla.

 

Vonast biskuparnir eftir góðri þáttöku kirkjunnar fólks á Íslandi og vonandi verður hátíðin það vel sótt að sjónvarpað verði yfir í skóla fyrir þau sem ekki komast inn í kirkjuna í sæti eða stæði.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.