Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtæki sveitarfélagsins.
Verðlaunin verða veitt á Sumar á Selfossi og nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.
Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 31. júlí nk. í gegnum netfangið birna@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900.