Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.07.2018 07:04

Birgir Sveinsson - Fæddur 5. apríl 1940 - Dáinn 10. júlí 2018 - Minning

 


Birgir Sveinsson (1940 - 2018).

 

 

 

Birgir Sveinsson - Fæddur 5. apríl 1940 

 

- Dáinn 10. júlí 2018 - Minning

 

 
 

Birg­ir Sveins­son var fædd­ur 5. apríl 1940 á Eyr­ar­bakka. Hann lést á Ljós­heim­um, Sel­fossi 10. júlí 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Sveinn Árna­son, fædd­ur 1913, og Svein­björg Krist­ins­dótt­ir, fædd 1922. Hann var upp­al­in á Eyr­ar­bakka, elst­ur systkina sinna, al­systkini hans sam­mæðra eru Guðleif og Sig­ríður, fædd­ar 1944, Sig­ur­björg, fædd 1945, og Júlía, fædd 1949, hálf­systkini hans eru Guðlaug­ur Grét­ar, fædd­ur 1956, Hall­dóra, fædd 1957, og Gísli, fædd­ur 1958.

 

Birg­ir var kvænt­ur Guðnýju Hall­gríms­dótt­ur frá Vestra Íragerði á Stokks­eyri.

Börn Birg­is og Guðnýj­ar eru:

1) Brynj­ar, fædd­ur 1965, eig­in­kona hans er Ólafía Helga Þórðardótt­ir, syn­ir þeirra eru Daní­el Orri og Arn­ór Daði.

2) Jón Guðmund­ur, fædd­ur 1968, eig­in­kona hans er Odd­ný Sig­ríður Gísla­dótt­ir, börn þeirra eru Andrea Ýr, Rakel Eir, Pat­rek­ur Máni og Arn­ar Breki.

3) Auðunn, fædd­ur 1972, eig­in­kona hans er Daðey Ingi­björg Hann­es­dótt­ir, dæt­ur þeirra eru Arna, Ásdís, Þóra og Auður.

4) Guðni, fædd­ur 1973, eig­in­kona hans er Ingigerður Tóm­as­dótt­ir, börn þeirra eru Berg­sveinn Hugi, Björg­vin Már og Ing­unn.

5) Júlía, fædd 1976, eig­inmaður henn­ar Guðmund­ur Hall­dór Magnús­son, dótt­ir þeirra er Sól­borg Vanda, upp­eld­is­son­ur henn­ar er Óskar Hall­dór, sam­býl­is­kona hans er Hall­dóra Magnús­dótt­ir, son­ur þeirra er Guðmund­ur Atli.

Birg­ir og Guðný skildu í kring­um 1986.

 

Birg­ir bjó á Eyr­ar­bakka þar til hann veikt­ist fyr­ir ári síðan. Síðustu mánuði ævi sinn­ar dvaldi hann á Ljós­heim­um, Sel­fossi.

 

Birg­ir vann á ýms­um stöðum um æv­ina. Hann vann í Plastiðjunni á Eyr­ar­bakka, stundaði sjó­mennsku í mörg ár og byrjaði sem há­seti og varð síðar vél­stjóri. Hann var lengi á Birn­in­um, einnnig á Jó­hanni Þorkels­syni. Um tíma átti hann sjálf­ur hraðfiski­bát sem bar nafnið Snar­fari. Hann var vöru­bíl­stjóri til margra ára og vann hann þá m.a. við sjóvarn­argarðinn á Eyr­ar­bakka. Meðfram bíl­stjóra­starf­inu rak hann um tíma sjoppu á Eyr­ar­bakka ásamt þáver­andi eig­in­konu sinni.

 

Útför Birg­is fór fram í kyrrþey frá Eyr­ar­bakka­kirkju að ósk hins látna laug­ar­dag­inn 14. júlí 2018.

__________________________________________________________________________________________________MinningarorðSíðastliðinn laug­ar­dag kvödd­um við pabba, tengdapabba og afa frá Eyr­ar­bakka­kirkju.

 

Þegar kem­ur að kveðju­stund þá ósjálfrátt læt­ur maður hug­ann reika til liðinna daga og hugs­ar um all­ar stund­irn­ar sem við átt­um með Birgi. Þá koma fyrst upp í hug­ann all­ar veiðiferðirn­ar sem voru farn­ar m.a. í Brynju­dalsá, Sogið og ferðirn­ar út á engj­ar á Eyr­ar­bakka. Birg­ir var vanafast­ur og vildi alltaf fara á sömu veiðistaðina og átti það til að standa sem fast­ast þó svo það væri ekki einu sinni nartað í. Birg­ir var mik­ill sæl­keri og frá­bær bak­ari og átti hann alltaf tert­ur og klein­ur í frysti. Ef við kom­um í heim­sókn þá voru þess­ar kræs­ing­ar born­ar fram og alltaf lagað súkkulaði og það varð að vera þeytt­ur rjómi með.

 

Sólþurrkaði salt­fisk­ur­inn hans var líka al­gjört sæl­gæti og nostraði hann við fisk­inn meðan hann var að þurrka hann. Tók þetta allt vorið og var fisk­ur­inn sett­ur út um leið og það kom sól­arglæta en þetta þurfti að gera áður en flug­an kom og það mátti ekki held­ur vera of mik­il sól því þá gat fisk­ur­inn brunnið.

 

Það er ekki hægt að segja að Birg­ir hafi verið dug­leg­ur að fara í boð en þó var það eitt boð sem hann missti aldrei af, það var skötu­veisl­an hjá okk­ur í há­deg­inu á Þor­láks­messu. Hann mætti alltaf fyrst­ur og kom hann þá með sólþurrkaða salt­fisk­inn sinn sem hann var bú­inn að út­vatna fyr­ir þá sem borðuðu ekki sköt­una. Þarna hitti hann öll börn­in sín, tengda­börn og barna­börn. Á aðfanga­dag vildi hann alltaf vera einn og það var al­veg sama hvað við reynd­um til að fá hann í mat til okk­ar, hann vildi hann vera heima hjá sér. Birg­ir var mjög heimakær og vildi frek­ar fá fólk í heim­sókn til sín. Í há­deg­inu á jóla­dag bauð hann börn­um, tengda­börn­um og barna­börn­um í mat þar sem bor­inn var fram ham­borg­ara­hrygg­ur með öllu til­heyr­andi, marg­ar teg­und­ir af ís í eft­ir­rétt og á borðum voru all­ar mögu­leg­ar teg­und­ir af kon­fekti. Við vor­um varla búin að renna niður eft­ir­rétt­in­um, þegar born­ar voru fram tert­ur og brauðrétt­ir. Með þessu hitaði hann súkkulaði og þeytti rjóma með. Þetta varð alltaf að vera eins og mátti helst ekki breyta þeim teg­und­um sem voru born­ar fram.

 

Þegar ég heyrði í pabba þá spurði hann alltaf frétta af afla­brögðum og finnst mér erfitt að hugsa til þess að geta ekki hringt í hann og spjallað um dag­inn og veg­inn. Hann spurði alltaf um alla þegar við heyrðumst og vildi vita hvort all­ir væru ekki við góða heilsu.

 

Birg­ir var ynd­is­leg­ur pabbi, tengdapabbi og afi og minn­ist ég þess að hann skammaði okk­ur systkin­in aldrei held­ur ræddi mál­in og sagði sína skoðun á hlut­un­um.

 

Hafðu þökk fyr­ir allt og allt elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Þín verður sárt saknað.

 

Brynj­ar, Lóa, Daní­el Orri og Arn­ór Daði.
 Morgunblaðið 23. júlí 2018.Skráð af Menningar-Staður.