Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.07.2018 09:17

28. JÚLÍ 1662 - Íslendingar samþykktu erfðaeinveldi Danakonungs

 

 

Minningarsteinn í Kópavogi.

 

 

28. JÚLÍ 1662

 

- Íslendingar samþykktu erfðaeinveldi Danakonungs

 

 

Kópavogsfundurinn var haldinn á Kópavogsþingi þann 28. júlí árið 1662.

 

Markmiðið með honum var að fá Íslendinga til að samþykkja erfðaeinveldi Danakonungs.

 

Henrik Bjelke, aðmíráll og fulltrúi konungs, kom til Íslands á fund í Kópavogi til þess að fá íslenska höfðingja til að undirrita erfðahyllinguna.

 

Aðdragandinn var sá að Friðrik III vildi koma á erfðaeinveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem konungsvaldið gengi sjálfkrafa í arf, í stað þess að fulltrúar þjóða sem tilheyrðu Danaveldi samþykktu hann.

 

Ýmsum sögum fer af undirritun samningsins og eru sumar á þann veg að Bjelke hafi með hótunum neytt Íslendinga til að samþykkja samninginn. Því er meðal annars haldið fram að Árni Oddsson lögmaður hafi ritað undir samninginn tárvotum augum og að Brynjólfi Sveinssyni biskup hafi verið það afar óljúft líka.

 

Hvernig sem að því var staðið var samningurinn samþykktur og afleiðingarnar voru þær að lög sem konungur setti hlutu sjálfkrafa gildi án sérstaks samþykkis Alþingis Íslendinga.

 

Gilti erfðaeinveldið allt til ársins 1874 þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá.


Fréttablaðið.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.