Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2018 20:49

"Drífandi kona og sá um alla skapaða hluti"

 


Frá Auðar­sýn­ingu. mbl.is/Á?rni Sæ­berg
 

 

„Drífandi kona og sá um alla skapaða hluti“

 

• Í dag var opnuð á Gljúfrasteini sýning tileinkuð Auði Sveinsdóttur 

• Sem eiginkona Nóbelsskáldsins varð hún að opinberri persónu og

mæddi meira á henni en mörgum samtímakonum hennar

 

Rösk­lega ár er liðið síðan Gljúfra­steinn – hús skálds­ins var opnað á ný eft­ir um­fangs­mikl­ar viðgerðir. Að sögn Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur heppnuðust viðgerðirn­ar vel en myglu­svepp­ur hafði mynd­ast í bygg­ing­unni vegna mik­ils raka. „Það þurfti að flytja all­an safn­kost­inn út á meðan og ærið verk­efni að raða öll­um mun­un­um aft­ur inn og koma safn­inu í samt horf. Um stóra fram­kvæmd var að ræða og efri hæð safns­ins varð nán­ast bara fok­held því rífa þurfti all­ar klæðning­ar af veggj­um og ein­angra upp á nýtt. Vanda þurfti til verka enda húsið friðað og end­ur­bæt­urn­ar gerðar í nánu sam­starfi við ráðgjafa frá Þjóðminja­safni og Minja­stofn­un. Gljúfra­steinn er núna orðinn eins og hann á að vera, en lít­il sem eng­in verks­um­merki er að finna um viðgerðirn­ar.“

 

Starfið í hús­inu held­ur áfram að þró­ast, og áhuga­verð dag­skrá þar í boði árið um kring. Brotið verður blað í sögu safns­ins í dag, 30. júlí, þegar þar verður opnuð ný sýn­ing til­einkuð Auði Sveins­dótt­ur á Gljúfra­steini, eig­in­konu Hall­dórs Lax­ness.

Yf­ir­skrift sýn­ing­ar­inn­ar er  Frjáls í mínu lífi   en það var Þór­unn Elísa­bet Sveins­dótt­ir sem hannaði sýn­ing­una.

 

Ráku sam­an menn­ing­ar­heim­ili

Saga Auðar er samof­in hús­inu og hún var merki­leg mann­eskja fyr­ir margra hluta sak­ir. Segja má að eft­ir að Hall­dór hlaut Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um hafi Auður tekið að sér nokk­urs kon­ar for­setafrú­ar­hlut­verk. „Það þótti til­hlýðilegt að Nó­bels­skáldið tæki á móti er­lend­um gest­um sem komu í op­in­ber­ar heim­sókn­ir til lands­ins og stóð hún fyr­ir veg­leg­um mót­tök­um fyr­ir ýmis fyr­ir­menni og þjóðhöfðingja, þar á meðal Olof Palme og sænska kon­ung­inn sem heim­sótti Gljúfra­stein í tvígang,“ út­skýr­ir Guðný. „Auður og Hall­dór unnu líka mikið sam­an, hún vél­ritaði mikið upp fyr­ir hann og lýsti því á ein­um stað að hún hefði verið eins og lif­andi seg­ul­band sem gat leiðrétt og komið með ábend­ing­ar. Auður tók það líka að sér að svara bréf­um fyr­ir Hall­dór og má segja að þau hafi í sam­ein­ingu rekið smátt en öfl­ugt menn­ing­ar­heim­ili.“

 

Auður hefði orðið hundrað ára í ár, en hún fædd­ist í Fjölni á Eyr­ar­bakka þann 30. júlí 1918.

 

„Hún og Hall­dór gift­ast í des­em­ber 1945 og skömmu síðar flytja þau inn í Gljúfra­stein en Auður hafði um­sjón með bygg­ingu húss­ins. Hún var mjög dríf­andi kona og sá um alla skapaða hluti, og var svo mikið meira en rösk hús­móðir. Auður lét sig ýmis mál­efni varða og skrifaði heil­mikið í kvenna­tíma­rit síns tíma, ritaði m.a. grein­ar fyr­ir kvenn­asíður Þjóðvilj­ans, í tíma­ritið Mel­korku og fyr­ir Hug og hönd,“ seg­ir Guðný og bæt­ir við að Auður hafi sjald­an legið á skoðunum sín­um. „Í grein­un­um fjall­ar hún t.d. um ís­lensk­ar minj­ar og mynd­vefnað, en það var m.a. í vefnaði og út­saumi þar sem hún fann sköp­un sinni út­rás og er heil­mikið til af fal­leg­um grip­um sem hún vann sjálf.“

 

Að vera eig­in­kona Nó­bels­skálds gerði Auði líka að op­in­berri mann­eskju. „Hún var mikið í viðtöl­um og blaðamenn heim­sóttu Auði á Gljúfra­steini við ýmis tæki­færi,“ seg­ir Guðný. „Það mæddi meira á Auði en mörg­um sam­tíma­kon­um henn­ar, en af viðtöl­um við hana að dæma var hún mjög sátt í sínu lífi og sátt í sínu hlut­verki.“

 

Í einka­líf­inu virðist Auður hafa verið þunga­miðja fjöl­skyld­unn­ar. „Hún var mjög sjálf­stæð kona, en líka með mjög stór­an faðm og hélt utan um fjöl­skyldu sína og barna­börn. All­ir þeir sem kynnt­ust Auði lýsa henni af hlýju og vænt­umþykju.“

 

Merki­leg­ir grip­ir

Á Gljúfra­steini höfðu hjón­in hvort sitt her­bergið og hef­ur sýn­ing­unni um Auði verið komið fyr­ir í her­berg­inu henn­ar. „Þar bjó hún allt fram á gam­als­ald­ur en flutti svo í íbúðir fyr­ir eldri borg­ara á Hlaðhömr­um. Með hjálp fjöl­skyldu Auðar höf­um við gert her­bergið per­sónu­legra og sýn­um þar fleiri gripi sem tengj­ast henni. Með sýn­ing­unni er Auður að fá meira pláss í þessu húsi, og sjá­um við fyr­ir okk­ur að bjóða litl­um hóp­um upp á sér­staka leiðsögn um Gljúfra­stein þar sem ævi og verk Auðar verða í for­grunni.“

 

Plássið á Gljúfra­steini er af skorn­um skammti og þurfti að beita út­sjón­ar­semi til að koma sýn­ing­unni um Auði fyr­ir. „Í mót­töku­hús­inu, sem var áður bíl­skúr heim­il­is­ins, höf­um við sett upp ljós­mynd­ir af verk­um Auðar, og af Maríu­tepp­inu fræga sem hún saumaði. Einnig sýn­um við búta úr bréfa­safni Auðar og styðjumst þar við grúsk Mörtu Guðrún­ar Jó­hann­es­dótt­ur sem skrifaði meist­ara­rit­gerð í safna­fræði um Auði,“ út­skýr­ir Guðný en meðal gripa sem ætt­ingj­ar Auðar hafa lánað safn­inu vegna nýju sýn­ing­ar­inn­ar er for­láta værðarvoð sem var breidd yfir bæði Hall­dór og Auði þegar þau lét­ust. „Einnig er sýnd­ur einn af fimm kjól­um sem saumaðir voru fyr­ir Auði fyr­ir Nó­bels­verðlauna­hátíðina og til að nýta plássið sem best höf­um við notað skúff­urn­ar í kommóðu í her­bergi Auðar og geym­um í hverri skúffu sögu­bút úr lífi henn­ar.“

 

 Morgunblaðið mánudagurinn 30. júlí 2018.
Viðtal
Ásgeir Ingvars­son
ai@mbl.is


 


Skráð af Menningar-Staður.