Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2018 20:05

ÞETTA G E R Ð I ST 30. J Ú L Í 1907 - Friðrik áttundi gengur á land í Reykjavík

 


Friðrik VIII og Hannes Hafstein á Austurvelli í Reykjavík.

 

 

      - Þetta gerðist  30.  júlí  árið 1907 -

 

- Friðrik áttundi gengur á land í Reykjavík

 

 

Friðrik áttundi Danakonungur gekk á land í Reykjavík þann 30. júlí 1907. Nákvæmlega 33 árum áður hafði faðir hans, Kristján níundi, sótt Ísland heim fyrstur ríkjandi Danakonunga þegar hann færði Íslendingum stjórnarskrá.

 

Konungskomuna 1907 má rekja til þess að árið áður hafði öllum alþingismönnum verið boðið til Danmerkur og vildu þeir endurgjalda gestrisnina með því að bjóða konungi og nokkrum fjölda danskra þingmanna til Íslands.

 

Heimsóknin vakti gríðarlega athygli og segir í samtíma frásögnum að aldrei fyrr hafi Reykjavík verið jafn fánum skrýdd og aldrei jafn mikil viðhöfn sést.

 

Konungur og föruneyti hans heimsóttu meðal annars Þingvelli, Gullfoss og Geysi.

 

Á heimleiðinni hafði konungur svo viðkomu á Flateyri, Ísafirði, Akureyri og í Seyðisfirði.

 

Ákveðið var að ráðast í miklar vegaframkvæmdir fyrir konungskomuna og var kostnaður vegna þeirra um 14 prósent af útgjöldum ríkissjóðs það árið.

 

 

Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn í ágúst 1907.

Konungsskipið Birma, farkostur ríkisþingmanna, Atlanta og fylgdarskipin

tvö, Hekla og Geysir, tóku stefnuna á Snæfellsjökul, síðan út yfir Breiðafjörð

til Vestfjarðakjálkans.

Þegar komið var að Önundarfirði var ákveðið að njóta þar næðis um nóttina.

Varpaði konungsflotinn síðan akkerum á góðu skipalægi fyrir framan

Flateyrarkauptún. Konung langaði til að skoða þorpið og fór hann í land ásamt

Hannesi Hafstein sem fylgdi konungi sem fyrr.

Gengu þeir saman um þorpið og skoðuðu meðal annars minjar um hvalveiðar

Norðmanna frá staðnum.

Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.
Fréttablaðið mánudagurinn 30. júlí 2018og fleira.Skráð af menningar-Staður.