Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.07.2018 06:50

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 


Ásgeir Guðbjartsson (1928 - 2017)
 

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 

 

Ásgeir Guðbjart­ur Guðbjarts­son fædd­ist í Kjós í Grunna­vík­ur­hreppi 31. júlí 1928 . For­eldr­ar hans voru Jón­ína Þ. Guðbjarts­dótt­ir hús­freyja, og Guðbjart­ur Ásgeirs­son, formaður og út­gerðarmaður.

 

Eig­in­kona Ásgeirs var Sig­ríður Guðmunda Brynj­ólfs­dótt­ir sem lést 2009.

Þau eignuðust fjög­ur börn; 

Guðbjart, f. 1949, Guðbjörgu, f. 1950, Krist­ínu Hjör­dísi, f. 1952 og Jón­ínu Brynju, f. 1953

 

Ásgeir flutti ung­ur með for­eldr­um sín­um til Hnífs­dals og síðan til Ísa­fjarðar þar sem hann ólst upp. Hann hóf sinn sjó­manns­fer­il ný­fermd­ur og var þá á drag­nót upp á hálf­an hlut. Ásgeir vann um tíma hjá Norður­tang­an­um og við beit­ingu. Sex­tán ára fór hann að róa upp á heil­an hlut á línu-, troll- og síld­ar­bát­um.

 

Ásgeir tók hið minna fiski­manna­próf á Ísaf­irði 1948 og hið meira fiski­manna­próf í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1965.

 

Hann var skip­stjóri á Val­dísi ÍS 72, 1948, Bryn­dísi ÍS 69, 1949, Jó­dísi ÍS 73 sama ár, Pól­stjörn­unni ÍS 85 í fjór­ar vertíðir, Ásbirni ÍS 12 1956, en tók þá við Guðbjörgu ÍS 47 og hafa þeir bát­ar og skip sem hann síðan var með verið nefnd Guðbjörg, en hann var á skut­tog­ar­an­um Guðbjörgu ÍS 46.

 

Ásgeir stofnaði út­gerðarfé­lagið Hrönn hf. á Ísaf­irði ásamt fleir­um, árið 1956.en það gerði út sjö báta og tog­ara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS. Útgerðin lét m.a. smíða fyr­ir sig frysti­tog­ara 1994 sem þá var tal­inn eitt full­komn­asta fiski­skip í heim­in­um.

 

Ásgeir hætti til sjós árið 1995, 67 ára að aldri. Þá hafði hann verið skip­stjóri í meira en 45 ár.

 

Ásgeir var af­burða aflamaður og harðsæk­inn. Hann var afla­kóng­ur á Ísaf­irði á sex­tán vetr­ar­vertíðum sam­fleytt og auk þess var hann oft afla­kóng­ur á Vest­fjörðum.

 

Ásgeir var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1991.

 

Ásgeir lést 22. febrúar 2017.

 

 

Skráð af Menningar-Staður