Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.08.2018 06:46

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953 - Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

 

Einar Bragi Sigurðsson (1953 - 2018).

 

 

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953

 

- Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

Ein­ar Bragi Sig­urðsson fædd­ist þann 18. júlí 1953 að Indriðakoti und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um. Hann var bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 15. júlí 2018.

 

Hann var son­ur hjón­anna Sig­urðar Ei­ríks­son­ar, f. 22. mars 1928, og Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15. júní 1928. Ein­ar Bragi var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Trausti, f. 1950, Viðar, f. 1952, Svandís Ragna, f. 1954, og Eygló Alda, f. 1964.

 

Eig­in­kona Ein­ars Braga er Soffía Aðal­björg Jó­hanns­dótt­ir, f. 26. fe­brú­ar 1957, for­eldr­ar henn­ar eru Jó­hann Aðal­björns­son, f. 19. sept­em­ber 1924, d. 26. nóv­em­ber 1980, og Krist­ín Þóra Sæ­munds­dótt­ir, f. 26. janú­ar 1937.

 

Ein­ar Bragi og Soffía hófu bú­skap í Grinda­vík 1974 og gengu í hjóna­band 30. mars 1975.

 

Börn þeirra eru fjög­ur:

1) Guðfinna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 18. júní 1975, maki henn­ar er Eggert Berg­mann. Hún á þrjú börn: Rún­ar Örn Ingva­son, f. 1997, Telma Rún Ingva­dótt­ur, f. 2002, Linda Rún Ingva­dótt­ir, f. 2007.

2) Jó­hanna Sigrún Ein­ars­dótt­ir, f. 24. des­em­ber 1979, maki henn­ar er Krist­inn Helga­son, þau eiga þrjú börn: Arna Lind, f. 2006, Lára Krist­ín, f. 2010, Ein­ar Helgi, f. 2013.

3) Jó­hann Freyr Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1983, maki hans er Birgitta Rún Birg­is­dótt­ir, þau eiga tvo syni: Birg­ir Már, f. 2010, og Tóm­as Logi, f. 2014.

4) Þór­unn Ósk Ein­ars­dótt­ir, f. 25. júlí 1988, hún á einn son: Al­ex­and­er Ómar, f. 2012.

 

Ein­ar Bragi vann lengst af hjá Hita­veitu Suður­nesja en síðustu 15 árin starfaði hann hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um.

 

Útför Ein­ars Braga fer fram frá Grind­ar­vík­ur­kirkju í dag, 1. ág­úst 2018, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________________

 

Kveðja frá vinnu­fé­lög­um hjá ÍAV á Suður­nesj­um

 

Við kynnt­umst Ein­ari Braga fyr­ir 15 árum, þegar hann hóf störf, sem krana­bíl­stjóri, hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um. Sum­ir okk­ar þekktu Ein­ar Braga áður í gegn­um störf hans hér á Suður­nesj­um. Ein­ar Bragi varð strax hluti af hópn­um hér í Njarðvík og við eignuðumst góðan fé­laga og vin. Hann var dugnaðarforkur, út­sjón­ar­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Bar hag fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir brjósti og lá ekki á skoðunum sín­um, ef hlut­irn­ir gengu ekki fljótt og vel fyr­ir sig.

 

Ein­ar Bragi var rögg­sam­ur og góður stjórn­andi, sem vann mjög sjálf­stætt og skipu­lagði verk­in sjálf­ur. Þegar hann kom á verkstað til að lesta eða losa, tók hann við stjórn­inni og lét hlut­ina ganga fljótt og skipu­lega fyr­ir sig. Ef eitt­hvað var óklárt þegar hann kom á staðinn, fór hann og sinnti næsta verk­efni og kom svo til baka þegar allt var orðið klárt. Alltaf var stutt í góðan húm­or hjá hon­um og hann hafði frá mörgu skemmti­legu að segja. Volvo krana­bíl­inn hugsaði hann um af mestu kost­gæfni og fylgdi vel eft­ir við Véla­verk­stæðið að gert væri strax við það sem bilaði. Tók hann virk­an þátt í viðgerðunum og dekraði við bíl­inn, ef bíða þurfti eft­ir vara­hlut­um. Und­an­farið ár tók Ein­ar Bragi virk­an þátt í und­ir­bún­ingi kaupa á nýj­um krana­bíl og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á því, hvernig bíll­inn skyldi út­bú­inn. Það að bíll­inn yrði af Volvo-gerð, var grund­vall­ar­atriði hjá hon­um. Það var mik­il til­hlökk­un að fá loks­ins nýj­an bíl í haust, með öll­um þeim búnaði sem hann óskaði sér.

 

Það er stórt skarð höggvið í vinnu­fé­laga- og vina­hóp­inn hjá ÍAV á Suður­nesj­um, við skyndi­legt frá­fall Ein­ars Braga.

 

Við send­um Soffíu og fjöl­skyld­unni allri okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur við frá­falls góðs vin­ar.

 

Fyr­ir hönd vinnu­fé­laga hjá ÍAV á Suður­nesj­um,

 

Ein­ar Már Jó­hann­es­son
 Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.