Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.08.2018 06:35

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 


Guðlaugur Gíslason (1908 - 1992).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 

 

Guðlaug­ur Gísla­son fædd­ist á Staf­nesi í Miðnes­hreppi 1. ágúst 1908.

For­eldr­ar hans voru Gísli Geir­munds­son, út­vegsb. á Staf­nesi og síðar í Vest­manna­eyj­um, og k.h., Jakobína Hafliðadótt­ir hús­freyja.

 

Systkini Guðlaugs voru Hafliði, raf­virkja­meist­ari í Reykja­vík; Sig­ríður Júlí­ana, hús­freyja í Reykja­vík, og Jó­hann­es Gunn­ar, full­trúi bæj­ar­fóg­et­ans í Vest­manna­eyj­um.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir, og börn þeirra;

Dóra, bók­sali Eyj­um; Jakobína, skrif­stofumaður þar; Ingi­björg Rann­veig, var skipu­lags­fræðing­ur við Borg­ar­skipu­lagið í Reykja­vík; Gísli Geir, for­stjóri Tang­ans í Eyj­um; Anna Þuríður, var full­trúi hjá Lands­bank­an­um í Reykja­vík, og Jón Hauk­ur for­stöðumaður.

 

Guðlaug­ur flutti til Vest­manna­eyja með for­eldr­um sín­um 1913 og átti heima þar síðan, lauk námi í ung­linga­skóla og hóf nám í vél­smíði hjá Hafn­ar­sjóði Vest­manna­eyja.

 

Hann vann á skrif­stofu hjá Gísla J. Johnsen 1925-30, lauk prófi frá Kaup­manna­skól­an­um í Höfn l931, var kaupmaður í Eyj­um 1932-34, bæj­ar­gjald­keri þar 1935-37, fram­kvæmdasrjóri versl­un­ar Neyt­enda­fé­lags Vest­manna­eyja 1938-42, stofnaði, ásamt öðrum, út­gerðarfé­lög­in Sæ­fell og Fell og var fram­kvæmda­stjóri þeirra 1942-48.

 

Guðlaug­ur var um­deild­ur póli­tík­us en jafn­framt einn sá vin­sæl­asti í sögu Vest­manna­eyja. Hann var kaupmaður 1948-54, bæj­ar­full­trúi í Eyj­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1938-46 og 1950-74, bæj­ar­stjóri þar 1954-66 eða leng­ur en nokk­ur ann­ar þar til Elliði Vign­is­son náði jafn­mörg­um árum fyr­ir skemmstu, og var þingmaður Vest­manna­eyja og síðar Suður­lands 1959-78 og sat í bankaráði Útvegs­bank­ans, fisk­veiðilaga­nefnd og stjórn Viðlaga­sjóðs.

 

Guðlaug­ur skráði ævim­inn­ing­ar sín­ar og ýms­an fróðleik um Vest­manna­eyj­ar og komu út um þau efni þrjár bæk­ur.

 

Guðlaug­ur lést 6. mars 1992.
 Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.