Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.08.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmundur Valdimarsson (1918 - 2008).

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmund­ur Valdi­mars­son fædd­ist á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðrún M. Kristó­fers­dótt­ir, frá Brekku­völl­um, og Valdi­mar H. Sæ­munds­son, bóndi á Kros­sá, en Sæmund­ur var ann­ar í röð átta systkina.

 

Sæmund­ur gift­ist Guðrúnu Magnús­dótt­ur frá Langa­botni í Geirþjófs­firði. Bú­skap sinn hófu þau á æsku­slóðum en árið 1948 fluttu þau suður og bjuggu 20 ár í Kópa­vogi en síðan í Reykja­vík frá 1974.

 

Börn þeirra Sæ­mund­ar og Guðrún­ar eru Valdi­mar, Hild­ur, Magnús og Gunn­ar.

 

Sæmund­ur fór fyrstu vertíð sína á sjó á ferm­ing­ar­ár­inu sínu á skút­unni Gretti frá Stykk­is­hólmi, eft­ir það vann hann árstíðabundið fjarri heim­il­inu við sjó­sókn og einnig við fisk­vinnslu í Reykja­vík og önn­ur til­fallandi störf.

 

Sæmund­ur var verkamaður all­an sinn starfs­ald­ur, fyrst í Ísbirn­in­um, og síðan í stóriðju­ver­inu Áburðar­verk­smiðjunni. Hann sat í trúnaðarmannaráði starfs­manna Áburðar­verk­smiðjunn­ar, sat í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins og starfaði auk þess í Dags­brún og fyr­ir Menn­ing­ar- og fræðslu­sam­band alþýðu.

 

Lista­manns­fer­ill Sæ­mund­ar hófst um 1970 og árið 1974 hélt hann fyrstu sýn­ingu sína á högg­mynd­um úr rekaviði. Hann hélt síðan fjöl­marg­ar sýn­ing­ar, einn og með öðrum. Verk hans vöktu snemma at­hygli, inn­lendra sem er­lendra list­unn­enda, og um þau var ritað í blöðum og virt­um tíma­rit­um, auk sjón­varps­viðtala. Sam­tals hafði Sæmund­ur gert um 500 stytt­ur, sem eru all­ar í eigu ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og stofn­anna. Um stytt­urn­ar og gerð þeirra má lesa í bók­inni „Sæmund­ur og stytt­urn­ar hans“ eft­ir Guðberg Bergs­son frá ár­inu 1998.

 

Síðasta sýn­ing Sæ­mund­ar var 2003 á Kjar­vals­stöðum á 85 ára af­mæli hans. Þá var einnig gef­inn út geisladisk­ur með mynd­um af öll­um verk­um hans.

 

Sæmund­ur lést árið 2008.


Morgunblaðið 2. ágúst 2018.

 Skráð af Menningar-Staður.